Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 02. september 2024 11:48
Elvar Geir Magnússon
Hareide var í stúkunni og sá Gylfa skora í stórskemmtilegum leik
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson og Age Hareide.
Davíð Snorri Jónasson og Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands var mættur í Fossvoginn í gær þar sem Víkingur og Valur áttust við í einum skemmtilegasta leik sumarsins.

Hann sá þar Gylfa Þór Sigurðsson skora fyrir Val en Gylfi er meðal leikmanna í landsliðshópnum fyrir komandi Þjóðadeildarleiki gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi.

Hareide virtist skemmta sér stórvel á leiknum en hann endaði með 3-2 sigri Víkings sem lenti tveimur mörkum undir.

Með Hareide á leiknum voru Davíð Snorri Jónasson aðstoðarmaður hans og Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.

Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í dag en á föstudag er leikur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner