Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   lau 02. nóvember 2019 11:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið B'mouth og Man Utd: Rashford og Harry Wilson byrja
Manchester United heimsækir Bournemouth í fyrsta leik 11. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 12:30 og er í beinni útsendingu á Síminn Sport.

United kemur á góðu skriði inn í leik dagsins. Eftir jafnteflið gegn Liverpool hefur liðið sigrað þrjá útileiki í röð. Bournemouth hefur á sama tíma átt slæmu gengi að fagna.

Eftir 2-0 tap gegn Burton í deildabikarnum hefur liðið gert þrjú jafntefli í deildinni og tapað einum leik og einungis skorað tvö mörk í leikjunum fjórum.

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, gerir eina breytingu á sínu liði frá 0-0 jafnteflinu gegn Watford. Harry Wilson kemur inn fyrir Arnaut Groeneveld.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, gerir fjórar breytingar frá sigrinum gegn Chelsea í miðri viku. Solskjær fer aftur í fjögurra manna vörn og Andreas Perreira kemur inn á miðjuna. Ashley Young kemur inn fyrir Brandon Williams og Marcos Rojo fer á bekkinn. De Gea kemur í markið fyrir Sergio Romero og Anthony Martial byrjar fremstur.

Byrjunarlið Bournemouth: Ramsdale, Cook, Ake, Rico, H. Wilson, Lerma, Billing, Fraser, C. Wilson, King.

Varamenn: Boruc, Francis, Mepham, Kelly, L. Cook, Danjuma, Solanke.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Wan-Bissaka, Maguire, Lindelöf, Young, Fred, McTominay, Perreira, James, Rashford, Martial.

Varamenn: Romero, Rojo, Williams, Garner, Mata, Lingard, Greenwood.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner