lau 02. nóvember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool fær 8 milljónir dollara á ári frá YouTube
Mynd: Getty Images
Samkvæmt útreikningum er Liverpool tekjuhæsta knattspyrnufélag heims á YouTube og fær greitt rúmlega 650 þúsund dollara til sín frá miðlinum í hverjum mánuði.

Liverpool fær því um 8 milljónir dollara á ári frá YouTube en Manchester City er næst tekjuhæsta úrvalsdeildarfélagið þar inni.

Rás Sky Sports á YouTube þénar meira en öll knattspyrnufélög heims og eru F2Freestylers, sem eru afar knattleiknir, í öðru sæti.

Liverpool kemur í þriðja sæti, FIFATV er í fjórða sæti og Barcelona í fimmta. Tekjur Barcelona nema þó ekki nema 415 þúsund dollurum á mánuði, sem er um 160 þúsund dollurum minna en Liverpool þénar.

Eftir Barcelona koma Man City, Chelsea og Arsenal. YouTube stjarnan The True Geordie er í níunda sæti, UEFA í tíunda og þar á eftir koma PSG og Real Madrid.

Topp 20
1: Sky Sports Football - $1,060,192
2: F2Freestylers - $716,157
3: Liverpool FC - $663,940
4: FIFATV - $503,870
5: FC Barcelona - $415,552
6: Manchester City - $222,689
7: Chelsea - $186,146
8: Arsenal - 169,317
9: The True Geordie - $165,305
10: UEFA - $128,033
11: Paris Saint-Germain - $121,316
12: Real Madrid - $85,880
13: Football Daily - $82,516
14: Juventus - $79,652
15: WeSpeakFootball - $62,200
16: HeilRJ Football Channel - $57,920
17: COPA90 - $39,627
18: talkSPORT - $20,360
19: Slash Football - $9,190
20: The Football Republic - $8,752
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner