Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 02. desember 2025 22:24
Brynjar Ingi Erluson
England: Dramatískar lokamínútur á St. James' Park
Bruno Guimaraes kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið
Bruno Guimaraes kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið
Mynd: EPA
Newcastle 2 - 2 Tottenham
1-0 Bruno Guimaraes ('71 )
1-1 Cristian Romero ('78 )
2-1 Anthony Gordon ('86 , víti)
2-2 Cristian Romero ('90 )

Newcastle United og Tottenham Hotspur gerðu dramatískt 2-2 jafntefli í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á St. James' Park í kvöld, en öll mörkin komu síðustu 25 mínútum leiksins.

Heimamenn í Newcastle voru betri aðilinn í fyrri hálfleik á meðan Tottenham var ævintýralega slakt á öllum sviðum fótboltans og lítið að ógna þeim svört hvítu.

Í síðari hálfleik fór Newcastle að ógna meira. Guglielmo Vicario varði frábærlega frá Harvey Barnes en Tottenham komst bara ekki nálægt Newcastle.

Það var í raun aðeins tímaspursmál hvenær mark Newcastle kæmi og kom það fyrir rest.

Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle, byrjaði á bekknum, en hann kom inn á og skoraði frábært mark eftir stoðsendingu frá Nick Woltemade.

Þetta var leikur fyrirliðanna því nokkrum mínútum síðar jafnaði Cristian Romero, fyrirliði Tottenham, með flugskalla eftir fyrirgjöf Mohammed Kudus frá hægri.

Gott svar frá Tottenham og vonuðust gestirnir til að þetta myndi ýta þeim að hinni fullkomnu endurkomu, en í staðinn var dæmd afar umdeild vítaspyrna í teig þeirra eftir að Rodrigo Bentancur og Dan Burn áttust við.

Dómarinn sendur á VAR-skjáinn og í kjölfarið benti hann á punktinn. Anthony Gordon tók ábyrgðina og skoraði úr vítaspyrnunni, en dramatíkinni var ekki lokið.

Í uppbótartíma fengu Tottenham-menn hornspyrnu sem Aaron Ramsdale kýldi upp. Romero kom, sá og sigraði í teignum með svakalegri bakfallsspyrnu sem fór í hnéið á honum og skoppaði nokkra metra og í markið.

Mögnuð frammistaða Argentínumannsins. Alvöru fyrirliði í leik þar sem Tottenham átti ekki mikið skilið stærstan hluta leiksins.

Tottenham er í 11. sæti með 19 stig en Newcastle í 13. sæti með jafnmörg stig en slakari markatölu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir