Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
„Salah agaður og sannur fagmaður“
Mynd: EPA
Mohamed Salah hefur verið langt frá sínu besta á þessu tímabili og var á bekknum þegar Liverpool vann West Ham um síðustu helgi. Arne Slot segir að Salah hafi að sjálfsögðu verið svekktur yfir því að vera ekki í byrjunarliðinu.

„Það er eðlilegt hjá þetta góðum leikmanni að vera vonsvikinn. Hann hefur verið framúrskarandi fyrir félagið í svo mörg ár og verður það áfram í framtíðinni. Hann var ekki sá eini sem var svekktur yfir því að vera ekki í byrjunarliðinu," segir Slot, stjóri Liverpool.

„Viðbrögð hans hafa verið eins og maður myndi búast við frá fagmanni eins og hann er. Hann er með mikinn aga og veit hvað þarf að gera til að halda sér í formi."

Salah er á leið í Afríkukeppnina og fer til móts við egypska landsliðið þann 15. desember.

Liverpool tekur á móti Sunderland á morgun klukkan 20:15.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner