Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 10:12
Elvar Geir Magnússon
Látinn fara eftir að hann pantaði sér utanlandsferð
Björn Berg Bryde og Jökull Elísabetarson.
Björn Berg Bryde og Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í síðustu viku að Björn Berg Bryde er ekki lengur aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla.

Fótbolti.net reyndi að fá útskýringu á þessari ákvörðun en enginn af aðilum tengdum málinu vilja tjá sig.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net tengist þetta mál utanlandsferð sem Björn hafði pantað sér í janúar og óánægja var með innan Stjörnunnar að hann færi út þegar undirbúningstímabilið væri í gangi.

Rætt var um málið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Við höfum svo fengið staðfest að hann hafi verið látinn fara eftir að hafa ákveðið að fara út til að vera viðstaddur stórafmæli hjá móður sinni á Spáni.

Björn Berg lagði fótboltaskóna á hilluna eftir tímabilið 2023 og fór inn í þjálfarateymið sem aðstoðarmaður Jökuls Elísabetarsonar og var í því hlutverki á síðasta tímabili.
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin þegar það eru tveir mánuðir í Bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner