Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Jóni Degi skipt út eftir níu mínútur - Ágúst kom að sigurmarki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fékk ekki mikinn tíma til að láta ljós sitt skína þegar AGF tapaði fyrir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Bubacarr Sanneh, liðsfélagi Jóns, fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins sex mínútur og var Jóni skipt af velli í kjölfarið. Hann fékk níu mínútur inn á vellinum þar sem David Nielsen, þjálfari AGF, vildi fá varnarmann inn eftir brottvísun Sanneh. Var Jón Dagur sá sem þurfti að sætta sig við að vera skipt af velli.

Nordsjælland skoraði sigurmark sitt á 13. mínútur og lokatölur 0-1 í Árósum í kvöld.

AGF er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, en með sigri í kvöld hefði liðið getað minnkað forskot Midtjylland á toppnum í þrjú stig. Midtjylland á leik til góða á AGF.

Hjá Horsens kom Ágúst Hlynsson inn á sem varamaður undir blálokin í sigri á Álaborg.

Ágúst átti þátt í sigurmarki Horsens sem er á botni deildarinnar með 11 stig. Ágúst, sem er tvítugur, hefur komið við sögu í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum Horsens.
Athugasemdir
banner
banner
banner