fös 03. mars 2023 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Soceidad missteig sig í Baskalandi
Fali, leikmaður Cadiz, rotaðist eftir þungt högg og var fluttur á sjúkrahús
Fali, leikmaður Cadiz, rotaðist eftir þungt högg og var fluttur á sjúkrahús
Mynd: Getty Images
Real Sociedad 0 - 0 Cadiz

Real Sociedad og Cadiz gerðu markalaust jafntefli í La Liga á Spáni í kvöld.

Sociedad skapaði sér hættulegri færi í fyrri hálfleiknum og var liðið óheppið að vera ekki yfir eftir að Carlos Fernandez kom sér í góða skotstöðu en boltinn framhjá markinu.

Heimamenn vildu vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik eftir að leikmaður Cadiz virtist handleika knöttinn í teignum en engin vítaspyrna dæmd.

Roger Marti komst næst því að skora fyrir Cadiz í síðari hálfleiknum en skot hans í stöng.

Óhugnanlegt atvik átti sér stað seint í leiknum er Fali, varnarmaður Cadiz, rotaðist eftir þungt högg. Hann var fluttur af vellinum með sjúkrabíl.

Ekkert fleira markvert gerðist í leiknum og deildu liðin stigunum en Sociedad er í 3. sæti með 44 stig en Cadiz í 14. sæti með 26 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner