Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. apríl 2024 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hrafn Tómasson (KR)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Heyrst hefur að Grímur Ingi sé erfiður í skapinu.
Heyrst hefur að Grímur Ingi sé erfiður í skapinu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
EGT - alvöru leikmaður.
EGT - alvöru leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd af blómaskyrtunni sendist á fotbolti@fotbolti.net.
Mynd af blómaskyrtunni sendist á [email protected].
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Love Island geðveikin.
Love Island geðveikin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svindl.
Svindl.
Mynd: Getty Images
Gæði og fleira.
Gæði og fleira.
Mynd: Getty Images
Komið er að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem spáð er 5. sæti í Bestu deildinni í sumar.

Hrafn er miðjumaður sem lék með KV sumrin 2022 og seinni hluta tímabilsins í fyrra. Fyrri hlutann kom hann við sögu í tveimur leikjum með KR. Hann vakti athygli á undirbúningstímabilinu í ár fyrir góðar frammistöður í Reykjavíkurmótinu.

Hrafn sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hrafn Abraham Tómasson

Gælunafn: Alltaf verið kallaður Krummi

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: Á kærustu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Minnir að það hafi verið 2020

Uppáhalds drykkur: Ískaldur fjólublár Collab án koffíns, betri en með koffíni

Uppáhalds matsölustaður: Á erfitt með að gera upp á milli Doner Palace og Mandi. Báðir staðir á heimsmælikvarða, allavega í þau skipti sem ég hef farið þangað

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl eins og er en spóka mig af og til um á 86 hestafla Kia Picanto dós

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei ekki kominn svo langt

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Top Boy

Uppáhalds tónlistarmaður: Glowie fær það fyrir að hafa gefið út lagið No Lie

Uppáhalds hlaðvarp: Markmannshanskarnir hans Albert Camus. Væri til í aðra seríu af þeim

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram. Að fá að fylgjast með DM leiknum hans Sigurpáls Sören er heiður

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Mikið inn á veður.is undanfarið

Fyndnasti Íslendingurinn: Eggert Georg Tómasson getur verið helvíti hnyttinn þegar hann er í stuði

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Ef ég verð vitni eða heyri af svona löguðu aftur þá neyðist ég til að hafa samband við lögreglu” Tómas Zoega verðandi verkfræðingur sendi mér þetta. Getur verið stuttur í honum þráðurinn, líklega ósofinn.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: vali

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Spilaði á móti Youssoufa Moukoko í Dortmund, hann var svindl

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Á erfitt með að velja einhvern einn

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hef bara heyrt af því að Grímur Ingi Jakobsson sé erfiður í skapinu. Vona að ég lendi aldrei í honum.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Cristiano Ronaldo og Eggert Georg Tómasson. Svipaðir leikmenn

Sætasti sigurinn: Verða íslandsmeistari í 3 flokki var mjög sætt þrátt fyrir að hafa verið meiddur

Mestu vonbrigðin: Þreytt að slíta krossband á sínum tíma

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Grím Inga Jakobsson. Fyrsta verk er að temja skapið í honum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: 2013 árgangurinn í KR

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sigurpáll Sören í blómaskyrtunni sinni er eitthvað sem ég mun aldrei komast yfir

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Þegar stórt er spurt…

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldinho, nóg að vera bestur í tvö tímabil

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Jói, Rúrik og Lúkas er grimmt þríeyki

Uppáhalds staður á Íslandi: KR svæðið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já hef alltaf fylgst vel með körfunni hérna heima og svo með handoltanum þegar Breki Hrafn Valdimarsson reimar á sig skóna

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: sundi

Vandræðalegasta augnablik: Í leik fyrir nokkrum árum síðan var ég að gera mig kláran að koma inn á en treyjan hafði gleymst inni í klefa. Þegar ég kom svo aftur út á völl þá var leikurinn búinn.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Neyðist til þess að taka vitringa þrjá: Sigurpál Sören, Grím Inga og Eið Snorra. Þeir færu annars í fýlu

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Finnur Tómas væri flottur í Love Island. Held að hann hefði líka gott að því að leita aðeins út fyrir landsteinana

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Aldrei tapað í teqball

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Komið á óvart hvað nýju leikmennirnir voru fljótir að komast inn í hlutina.

Hverju laugstu síðast: einhverju að sjálfum mér

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Spyrja Julian Boyd hvort hann væri ekki klár í 2 tímabil með KR. Hann og Nimrod gætu eldað eitthvað saman á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner