Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 03. júlí 2022 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Antony er maðurinn sem á að taka við af Ronaldo
Antony
Antony
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United á Englandi, hefur beðið félagið um að kaupa brasilíska sóknarmanninn Antony frá Ajax í sumar, en þó aðeins ef Cristiano Ronaldo yfirgefur félagið. Þetta kemur fram í grein Mirror.

Enska blaðið Times sagði frá því í gær að Ronaldo væri búinn að biðja United um að samþykkja sanngjörn tilboð í sig í sumar en nokkrar ástæður liggja þar að baki.

Ronaldo er óánægður með gluggann hjá United til þessa og þá mun liðið ekki spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og vegur það mikið í ákvörðun hans.

Hann vill því komast frá félaginu og er Jorge Mendes, umboðsmaður hans, að vinna hörðum höndum að því að finna félag handa portúgalska sóknarmanninum.

Staða United er áfram skýr. Félagið segist ekki ætla að selja hann í sumar og vill að hann virði samninginn sem hann gerði á síðasta ári.

Ef það fer hins vegar svo að United gefur eftir og selur Ronaldo þá er Ten Hag búinn að finna manninn sem á að taka við hlutverki hans.

Mirror segir að Ten Hag hafi beðið United um að kaupa brasilíska sóknarmanninn Antony frá Ajax.

Antony er 22 ára gamall og verið að heilla í Hollandi en hann hefur síðustu vikur verið orðaður við United. Ten Hag vill ólmur vinna aftur með Brasilíumanninum sem hefur komið að 29 mörkum í 55 leikjum í hollensku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner