Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 03. júlí 2022 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Leeds búið að finna eftirmann Phillips
Tyler Adams
Tyler Adams
Mynd: Getty Images
Leeds United er búið að finna manninn sem á að leysa enska miðjumanninn Kalvin Phillips af hólmi en hann mun semja við Englandsmeistara Manchester City á næstu dögum.

Leeds samþykkti 55 milljón punda tilboð Man City í Phillips og á nú aðeins eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður en félagaskiptin verða opinberuð.

Enska liðið hefur síðustu vikur verið í leit að eftirmann Phillips en nú segir þýski blaðamaðurinn Florian Plettenberg að Leeds sé í viðræðum við bandaríska miðjumanninn Tyler Adams.

Adams er 23 ára og á mála hjá RB Leipzig en hann er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðri miðju og í hægri bakverði.

Samkvæmt Plettenberg þá eru viðræður Leeds við Leipzig komnar langt á veg en þýska félagið vill 15 milljónir evra í kassann.

Jesse Marsch, stjóri Leeds, þekkir Adams vel enda unnu þeir saman hjá Leipzig og telur hann að bandaríski leikmaðurinn sé fullkominn arftaki Phillips.
Athugasemdir
banner