Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   sun 03. nóvember 2024 11:30
Sölvi Haraldsson
Tchouameni á Anfield? - Búið að finna arftaka Salah
Powerade
Tchouameni.
Tchouameni.
Mynd: EPA

Liverpool hefur áhuga á Aurelien Tchouameni en Bryan Mbeumo og Antoine Semenyo gætu endað á Anfield einnig næsta sumar. Þá skoðar Chelsea möguleikan á að kaupa Karim Adeyemi, framherja Dortmund.


Liverpool hefur áhuga á að bæta leikmannahóp sinn í janúar en þeir hafa mikinn áhuga á franska miðjumanninnum Aurelien Tchouameni (24) leikmanni Real Madrid. (Teamtalk)

Bryan Mbeumo (25) leikmaður Brentford og Antoine Semenyo (24) leikmaður Bournemouth eru á meðal þeirra leikmanna sem Liverpool skoðar en Mohamed Salah (32) er á lokaári samnings síns á Anfield. (Sky Sports)

West Ham vill fá brasilíska framherjann Igor Jesus (23) frá Botafogo fyrir 30 milljónir punda. (The Sun)

Manchester United vill kaupa ungan gimstein til að verða stórstjarna hjá félaginu og trúir því að einn leikmaður sem myndi passa inn sé enski miðjumaðurinn Chris Rigg, 17 ára, sem Sunderland metur á 20-30 milljónir punda. (Football Insider)

Galatasaray vonast nú til að fá Victor Osimhen til frambúðar en hann er þegar á láni frá Napoli. Tyrkneska félagið er tilbúið að borga 50 milljónir evra fyrir nígeríska framherjann (25) sem er á óskalista Chelsea. (Sozcu)

West Ham hefur bæst í hóp félaga sem fylgjast með Ademola Lookman (27) vængmanni Atalanta frá Nígeríu. (Teamtalk)

Chelsea er að skoða kaup á Karim Adeyemi (22), framherja Borussia Dortmund (22), sem hefur verið skotmark Liverpool. (Football Insider)

Það er verða raunsærra með tímanum að Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, og Florian Wirtz, 21 árs kantmaður Þýskalands, ganga báðir til liðs við Real Madrid (Sky Sport Þýskaland)

Real Madrid gæti keppt við Arsenal og Chelsea um kaup á brasilíska varnarmanninum Vitor Reis (18) frá Palmeiras. (Athletic)

Thomas Tuchel, verðandi stjóri Englands, hefur fengið leyfi til að skipta tíma sínum á milli London og München þegar hann tekur við sem stjóri enska landsliðsins í janúar. (The Sun)

Viktor Gyokeres mun yfirgefa Sporting næsta sumar en Manchester United, Manchester City, Arsenal, Chelsea, Paris-St Germain, Juventus og AC Milan hafa lýst yfir áhuga sínum á sænska framherjanum (26). (Corriere dello Sport)


Athugasemdir
banner
banner
banner