Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 03. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Freiburg getur hoppað upp í þriðja sæti
Mynd: EPA
Freiburg tekur á móti Mainz í fyrri leik dagsins í efstu deild þýska boltans og getur stokkið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri.

Freiburg er komið með 15 stig eftir 8 fyrstu umferðir tímabilsins og getur klifrað yfir Borussia Dortmund, ríkjandi meistara Bayer Leverkusen og Eintracht Frankfurt með sigri í dag.

Mainz er aðeins búið að sigra tvo leiki á deildartímabilinu og er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið eftir að hafa bjargað sér naumlega frá falli á síðustu leiktíð.

Borussia Mönchengladbach tekur svo á móti Werder Bremen í seinni leik dagsins og eru aðeins tvö stig sem skilja liðin að um miðja deild sem stendur.

Leikir dagsins:
14:30 Freiburg - Mainz
16:30 M'Gladbach - Werder Bremen
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 8 8 0 0 30 4 +26 24
2 RB Leipzig 8 6 1 1 16 9 +7 19
3 Stuttgart 8 6 0 2 13 7 +6 18
4 Dortmund 8 5 2 1 14 6 +8 17
5 Leverkusen 8 5 2 1 18 11 +7 17
6 Eintracht Frankfurt 8 4 1 3 21 18 +3 13
7 Hoffenheim 8 4 1 3 15 13 +2 13
8 Köln 8 3 2 3 12 11 +1 11
9 Werder 8 3 2 3 12 16 -4 11
10 Union Berlin 8 3 1 4 11 15 -4 10
11 Freiburg 8 2 3 3 11 13 -2 9
12 Wolfsburg 8 2 2 4 9 13 -4 8
13 Hamburger 8 2 2 4 7 11 -4 8
14 St. Pauli 8 2 1 5 8 14 -6 7
15 Augsburg 8 2 1 5 12 20 -8 7
16 Mainz 8 1 1 6 9 16 -7 4
17 Heidenheim 8 1 1 6 7 16 -9 4
18 Gladbach 8 0 3 5 6 18 -12 3
Athugasemdir
banner
banner