Spænski leikmaðurinn Adama Traore er á leið til West Ham frá Fulham. Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano setur „Here we go!“ á skiptin.
Traore er 29 ára gamall kantmaður sem getur einnig spilað sem vængbakvörður.
Hann hefur fengið takmarkaðar mínútur undir stjórn Marco Silva hjá Fulham á þessari leiktíð og hefur nú ákveðið að færa sig um set, en hann er við það að ganga í raðir West Ham.
Romano segir munnlegt samkomulagi í höfn hjá West Ham og Fulham og nú sé unnið að því að ganga frá allri pappírsvinnu ásamt læknisskoðun áður en hann skrifar undir.
Traore er uppalinn hjá Barcelona, en hefur einnig spilað með Middlesbrough, Aston Villa og Wolves. Þá á hann 8 A-landsleik fyrir spænska landsliðið.
?????? West Ham reach verbal agreement to sign Adama Traoré, here we go!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 24, 2026
Deal in place with documents to exchange and medical tests to follow next.
Guido Rodriguez will leave to join Valencia and Adama joins West Ham. pic.twitter.com/SJkwdMrdw9
Athugasemdir





