Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   sun 03. nóvember 2024 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham með forkaupsrétt á Cardoso
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að Tottenham er meðal annars með forkaupsrétt á bandaríska miðjumanninum Johnny Cardoso.

Cardoso er 23 ára gamall og hefur verið að gera flotta hluti með Real Betis í spænska boltanum, eftir að hafa alist upp í Brasilíu og leikið með Internacional í efstu deild þar í landi.

Cardoso er varnarsinnaður miðjumaður með tæp fimm ár eftir af samningi sínum við Betis. Hann vakti mikla athygli á sér eftir frábæra frammistöðu í sigri gegn Atlético Madrid um síðustu helgi, en hann á einnig 17 A-landsleiki að baki fyrir Bandaríkin.

Tottenham fékk forkaupsréttinn á Cardoso í viðskiptum sínum við Real Betis þegar spænska félagið krækti í Giovani Lo Celso frá Tottenham í sumar.

Lo Celso hefur verið algjör lykilmaður í liði Betis og er kominn með 5 mörk í 6 leikjum á sínu fyrsta deildartímabili með félaginu.

Tottenham getur keypt Cardoso fyrir 25 milljónir evra en það tilboð rennur út næsta sumar. Ef Tottenham kaupir ekki miðjumanninn fyrir þann tíma heldur félagið þó forkaupsrétti og hlutfalli af næstu sölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner