fim 03. desember 2020 18:18
Brynjar Ingi Erluson
Seaman: Arsenal ætti að reyna aftur við Zaha
Wilfried Zaha
Wilfried Zaha
Mynd: Getty Images
David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal á Englandi, segir að félagið ætti að reyna að fá Wilfried Zaha frá Crystal Palace í janúarglugganum.

Zaha var í viðræðum við Arsenal árið 2019 og vildi hann ólmur komast frá Palace en félagið hafði engan áhuga á að selja hann. Arsenal keypti Nicolas Pepe í staðinn fyrir metfé en Pepe hefur ekki tekist að finna sig hjá Lundúnarliðinu.

Seaman vonast til þess að Arsenal kaupi Zaha í janúarglugganum.

„Ég held að Zaha yrði góð viðbót við hópinn því hann skorar mikið af mörkum. Ég veit ekki af hverju það gekk ekki upp að fá hann en hann vill augljóslega koma," sagði Seaman í hlaðvarpsþættinum The Target Man.

„Ég veit ekki hvort það tengist því að umboðsmennirnir eða félögin hafi ekki komist að samkomulagi en það hlýtur að vera ástæðan. Hann vill koma og hann er stuðningsmaður Arsenal svo hann yrði klárlega góð viðbót við hópinn," sagði Seaman.

Zaha er með fimm mörk í átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni og hefur verið aðalmaðurinn í sóknarleik Lundúnarliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner