Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 04. febrúar 2022 14:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini talaði af sér í viðtali - „Ég átti örugglega ekki að segja þér þetta"
Icelandair
Andrea Rán
Andrea Rán
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, var til viðtals í dag og ræddi um SheBelieves Cup, landsliðshópinn og einstaka leikmenn.

Hann hafði minnst á Andreu Rán Hauksdóttur Snæfeld í viðtalinu þegar fréttaritari spurði sérstaklega út í hana. Steini nefndi hana þar sem hún skoraði gegn Nýja-Sjálandi á Algarve æfingamótinu árið 2016. Ísland mætir Nýja-Sjálandi í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum.

Andrea Rán hefur verið án félags síðan hún fékk ekki áframhaldandi samning hjá Houston Dash í NWSL deildinni.

Hvernig er staðan á henni, er hún búin að finna sér lið?

„Andrea Rán er að fara spila í Mexíkó. Ég veit ekki hvort ég sé að kjafta einhverju en hún er að fara spila í Mexíkó - þú mátt ekki birta þetta," sagði Steini og hló.

Hvernig líst þér á það skref hjá henni?

„Bara fínt, gott fyrir hana ef hún fær að spila. Ég þekki ekki til mexíkósku deildarinnar, hef ekki skoðað hana neitt en mér skilst að hún sé að fara þangað og er bara ánægður. En ég átti örugglega ekki að segja þér þetta," sagði Steini.

Andrea er 26 ára miðjumaður sem uppalin er hjá Breiðabliki. Á síðasta ári spilaði hún með franska liðinu Le Havre á láni áður en hún samdi við Houston Dash í Bandaríkjunum. Þar fékk hún fá tækifæri og er nú á leið til Mexíkó.

Eftir einfalda Twitter-leit lítur út fyrir að Andrea sé á leið til Club America í Mexíkó sem er í 4. sæti deildarinnar eftir 4-5 umferðir. Mexíkóska deildin er spiluð bæði fyrir og eftir áramót og er úrslitakeppni eftir hvorn hlutan. Eftir fyrri hluta tímabilsins komst America í undanúrslit deildarinnar. Félagið er staðsett í Mexíkóborg.
Steini Halldórs: Bandaríkin er náttúrulega bara besta þjóð í heimi
Athugasemdir
banner
banner
banner