Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   þri 04. febrúar 2025 00:01
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Zaccagni mikilvægur fyrir Lazio
Cagliari 1 - 2 Lazio
0-1 Mattia Zaccagni ('41 )
1-1 Roberto Piccoli ('55 )
1-2 Valentin Castellanos ('64 )

Mattia Zaccagni var aðalmaðurinn hjá Lazio sem vann Cagliari, 2-1, í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Gestirnir töldu sig hafa tekið forystuna á 16. mínútu er varnarmaður Cagliari sparkaði boltanum í Boulaye Dia, yfir markvörðinn og í netið, en markið var dæmt af þar sem boltinn fór af hendinni á Dia.

Lazio hélt áfram að sækja að marki Cagliari og kom fyrsta markið þegar lítið var eftir af hálfleiknum. Eseid Hysaj kom með fyrirgjöfina frá hægri og mætti Zaccagni á sprettinum inn í teig og þrumaði boltanum í markið.

Heimamenn jöfnuðu metin á 55. mínútu er Roberto Piccoli stangaði hornspyrnu Nicolas Viola í netið.

Lazio stjórnaði ferðinni eftir það og var það Valentin Castellanos sem skoraði sigurmarkið þegar hálftími var eftir er boltinn datt fyrir hann í teignum eftir skalla frá Zaccagni.

Rómarliðið gat bætt fleiri mörkum við en Elia Caprile varði frábærlega frá Zaccagni og Gustav Isaksen.

Lokatölur 2-1 fyrir Lazio sem situr í 4. sæti með 42 stig en Cagliari í 17. sæti og aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 24 17 4 3 39 17 +22 55
2 Inter 24 16 6 2 58 23 +35 54
3 Atalanta 24 15 5 4 54 26 +28 50
4 Lazio 24 14 3 7 45 32 +13 45
5 Juventus 24 10 13 1 41 21 +20 43
6 Fiorentina 24 12 6 6 41 25 +16 42
7 Bologna 24 10 11 3 38 29 +9 41
8 Milan 23 10 8 5 35 24 +11 38
9 Roma 24 9 7 8 35 29 +6 34
10 Udinese 24 8 6 10 29 37 -8 30
11 Torino 25 6 10 9 27 31 -4 28
12 Genoa 24 6 9 9 22 33 -11 27
13 Cagliari 24 6 6 12 26 39 -13 24
14 Lecce 24 6 6 12 18 41 -23 24
15 Verona 24 7 2 15 26 53 -27 23
16 Como 24 5 7 12 28 40 -12 22
17 Empoli 24 4 9 11 22 35 -13 21
18 Parma 24 4 8 12 30 44 -14 20
19 Venezia 24 3 7 14 22 39 -17 16
20 Monza 24 2 7 15 21 39 -18 13
Athugasemdir
banner