Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   lau 04. mars 2023 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico skoraði sex gegn Sevilla
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Atletico Madrid gjörsamlega sundurspilaði Sevilla er liðin mættust í stórleik dagsins í spænska boltanum.


Hollenski rapparinn Memphis Depay fór á kostum í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili og var fyrra markið einstaklega laglegt þar sem hann skoraði með föstu skoti utan vítateigs.

Youssen En-Nesyri minnkaði muninn fyrir Sevilla og leiddi Atletico verðskuldað 2-1 í leikhlé. Flóðgáttirnar opnuðust í síðari hálfleik þegar heimamenn í Madríd sundurspiluðu gestina og uppskáru með fjórum mörkum. 

Antoine Griezmann skoraði með flottu skoti utan teigs og bætti Yannick Carrasco svo við marki áður en Alvaro Morata kom inn af bekknum fyrir Memphis. Morata er í samkeppni við Memphis um sæti í byrjunarliðinu og ætlaði ekki að vera minni maður svo hann skellti í tvennu sjálfur.

Lokatölur urðu 6-1 sem er sögulegur sigur fyrir Atletico í sögulegum leik fyrir Diego Simeone þjálfara, sem er nú orðinn leikjahæsti þjálfari í sögu Atletico.

Liðið er í þriðja sæti spænsku deildarinnar, fjórtán stigum eftir toppliði Barcelona. Atletico er þó fimm stigum frá Evrópudeildarsætunum og þarf að halda áfram á sömu sigurbraut til að halda Meistaradeildarsætinu sínu. 

Sjáðu glæsimark Memphis
Sjáðu glæsimark Griezmann

Atletico Madrid 6 - 1 Sevilla
1-0 Memphis Depay ('23)
2-0 Memphis Depay ('26)
2-1 Youssef En-Nesyri ('39)
3-1 Antoine Griezmann ('53)
4-1 Yannick Carrasco ('69)
5-1 Alvaro Morata ('76)
6-1 Alvaro Morata ('92)
Rautt spjald: Pape Gueye, Sevilla ('81)

Fyrr í kvöld áttust Mallorca og Elche við og vann botnlið Elche afar óvæntan sigur.

Þetta er aðeins annar sigur Elche á deildartímabilinu, einum mánuði eftir fyrsta sigurinn. Elche er með 12 stig eftir 24 umferðir, heilum 13 stigum frá öruggu sæti í deild.

Þetta tap eru mikil vonbrigði fyrir Mallorca sem er að dragast afturúr í baráttunni um Evrópusæti.

Lucas Boye gerði eina mark leiksins á 88. mínútu og voru heimamenn nálægt því að jafna í uppbótartíma. Vedat Muriqi kom boltanum í netið fyrir Mallorca en ekki dæmt mark vegna brots í aðdragandanum. Þetta voru gríðarlega dramatískar lokamínútur þar sem það tók VAR-teymið tæpar fjórar mínútur að úrskurða um hvort það hafi verið brot í aðdragandanum.

Mallorca 0 - 1 Elche
0-1 Lucas Boye ('88)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 18 7 7 4 30 24 +6 28
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Getafe 18 6 3 9 14 23 -9 21
11 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
12 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
13 Alaves 18 5 4 9 15 21 -6 19
14 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
15 Real Sociedad 18 4 6 8 22 26 -4 18
16 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
17 Girona 18 4 6 8 17 34 -17 18
18 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 18 2 6 10 8 27 -19 12
Athugasemdir
banner