Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks, verður ekki með liðinu í sumar þar sem hún á von á barni. Þetta staðfesti Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Hin 27 ára gamla Fjolla hefur leikið með Breiðabliki síðan árið 2012 en hún á 136 leiki að baki í efstu deild. Síðastliðið sumar spilaði Fjolla einungis sjö leiki en meiðsli settu strik í reikninginn hjá henni þá. Hún hefur einnig leikið með landsliði Kósovó.
Hin 27 ára gamla Fjolla hefur leikið með Breiðabliki síðan árið 2012 en hún á 136 leiki að baki í efstu deild. Síðastliðið sumar spilaði Fjolla einungis sjö leiki en meiðsli settu strik í reikninginn hjá henni þá. Hún hefur einnig leikið með landsliði Kósovó.
Fjolla er annar leikmaður Breiðabliks sem verður ekki með í sumar vegna barneigna en sömu sögu er að segja af Ástu Eir Árnadóttur.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, fór fyrr á árinu á lán til AC Milan en hún hefur verið föst á Ítalíu undanfarnar vikur vegna kórónaveirunnar.
Berglind er á heimleið og ljóst er að hún verður klár í slaginn þegar Pepsi Max-deild kvenna hefst í júní.
,Berglind er á leiðinni heim á næstu dögum og fer í sóttkví og byrjar að æfa með okkur um næstu mánaðamót," sagði Þorsteinn við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir