
Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar er að baki. Umferðinni lauk með 1-0 sigri ÍR gegn Völsungi í Egilshöll á laugardag en aðrir leikir umferðarinnar voru spilaðir á föstudag.
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR
Gabríel Aron Sævarsson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 útisigri Keflavíkur gegn Fjölni í Egilshöll. Þessi nítján ára sóknarleikmaður var sífellt að ógna varnarlínu Fjölnismanna. Áður en fyrsta markið kom skoraði hann líka mark sem var dæmt ólöglegt. Mjög góður dagur hjá Gabba í fyrstu umferð.
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR
Gabríel Aron Sævarsson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 útisigri Keflavíkur gegn Fjölni í Egilshöll. Þessi nítján ára sóknarleikmaður var sífellt að ógna varnarlínu Fjölnismanna. Áður en fyrsta markið kom skoraði hann líka mark sem var dæmt ólöglegt. Mjög góður dagur hjá Gabba í fyrstu umferð.

Muhamed Alghoul skoraði þriðja mark Keflavíkur og er í liði umferðarinnar. Alexander Kostic var maður leiksins í sigri ÍR og Óðinn Bjarkason sprækur í sókninni.
Þjálfari umferðarinnar er Bjarni Jóhannsson en Selfyssingar áttu öfluga byrjun með 2-1 sigri gegn Grindavík. Spánverjinn Raúl Tanque skoraði bæði mörk nýliðanna en maður leiksins var valinn Ívan Breki Sigurðsson sem lék óvænt í nýrri stöðu sem sóknarmiðjumaður.
Ólafur Kristófer Helgason markvörður Fylkis bjargaði stigi gegn Njarðvík. Hann varði vítaspyrnu og hvert dauðafærið á fætur öðru. Amin Cosic skoraði mark Njarðvíkinga í 1-1 jafntefli.
1-1 urðu lokatölur í Laugardal og í Boganum. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal í Þrótti var maður leiksins í leik gegn Leikni en Dusan Brkovic var öflugur í vörn Breiðhyltinga. Vilhelm Ottó Biering Ottósson þótti bestur í jafnteflisleik Þórs og HK.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 12 | 7 | 4 | 1 | 21 - 8 | +13 | 25 |
2. HK | 12 | 7 | 3 | 2 | 24 - 13 | +11 | 24 |
3. Njarðvík | 11 | 6 | 5 | 0 | 29 - 11 | +18 | 23 |
4. Þróttur R. | 12 | 6 | 3 | 3 | 23 - 20 | +3 | 21 |
5. Keflavík | 12 | 5 | 3 | 4 | 25 - 18 | +7 | 18 |
6. Þór | 11 | 5 | 2 | 4 | 26 - 19 | +7 | 17 |
7. Grindavík | 12 | 4 | 2 | 6 | 28 - 36 | -8 | 14 |
8. Völsungur | 11 | 4 | 1 | 6 | 17 - 26 | -9 | 13 |
9. Fylkir | 12 | 2 | 4 | 6 | 16 - 20 | -4 | 10 |
10. Selfoss | 12 | 3 | 1 | 8 | 13 - 25 | -12 | 10 |
11. Fjölnir | 12 | 2 | 3 | 7 | 14 - 27 | -13 | 9 |
12. Leiknir R. | 11 | 2 | 3 | 6 | 12 - 25 | -13 | 9 |
Athugasemdir