Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var að vonum gríðarlega vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn KA á Greifavellinum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: KA 6 - 4 Breiðablik
„Það er svekkjandi að detta út, sérstaklega eftir þessa frammistöðu, mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik. Það er það sem við verðum að taka út úr þessu. Það hefði verið gaman að fara í bikarúrslitaleikinn en þeir klára þetta," sagði Óskar.
„Mér fannst Breiðablik geta skorað fleiri mörk eftir að við komumst í 2-1 en þegar öllu er á botnin hvolft þá er fótbolti svona, þú þarft að skora fleiri mörk en þú færð á þig til að vinna leikina."
Blikar spiluðu góðan fyrri hálfleik en KA var fyrri til að skora fyrsta mark leiksins.
„Kannski duttu þeir aðeins til baka og þá var þetta opnara. Þá kemur meiri kraftur í okkur, mörk hafa tilhneigingu til að breyta leikjum, geta breytt leikjum í báðar áttir. Það var leiðinlegt að ná ekki að halda þetta út, klára leikinn í venjulegum leiktíma, það var sárast. Framlengingin er eins og framlengingin er og vítakeppnin getur farið í allar áttir en við höldum áfram," sagði Óskar.