West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   þri 04. júlí 2023 22:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Sárast að ná ekki að halda þetta út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var að vonum gríðarlega vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn KA á Greifavellinum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 6 -  4 Breiðablik

„Það er svekkjandi að detta út, sérstaklega eftir þessa frammistöðu, mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik. Það er það sem við verðum að taka út úr þessu. Það hefði verið gaman að fara í bikarúrslitaleikinn en þeir klára þetta," sagði Óskar.

„Mér fannst Breiðablik geta skorað fleiri mörk eftir að við komumst í 2-1 en þegar öllu er á botnin hvolft þá er fótbolti svona, þú þarft að skora fleiri mörk en þú færð á þig til að vinna leikina."

Blikar spiluðu góðan fyrri hálfleik en KA var fyrri til að skora fyrsta mark leiksins.

„Kannski duttu þeir aðeins til baka og þá var þetta opnara. Þá kemur meiri kraftur í okkur, mörk hafa tilhneigingu til að breyta leikjum, geta breytt leikjum í báðar áttir. Það var leiðinlegt að ná ekki að halda þetta út, klára leikinn í venjulegum leiktíma, það var sárast. Framlengingin er eins og framlengingin er og vítakeppnin getur farið í allar áttir en við höldum áfram," sagði Óskar.


Athugasemdir
banner
banner