Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   þri 04. júlí 2023 22:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Sárast að ná ekki að halda þetta út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var að vonum gríðarlega vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn KA á Greifavellinum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 6 -  4 Breiðablik

„Það er svekkjandi að detta út, sérstaklega eftir þessa frammistöðu, mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik. Það er það sem við verðum að taka út úr þessu. Það hefði verið gaman að fara í bikarúrslitaleikinn en þeir klára þetta," sagði Óskar.

„Mér fannst Breiðablik geta skorað fleiri mörk eftir að við komumst í 2-1 en þegar öllu er á botnin hvolft þá er fótbolti svona, þú þarft að skora fleiri mörk en þú færð á þig til að vinna leikina."

Blikar spiluðu góðan fyrri hálfleik en KA var fyrri til að skora fyrsta mark leiksins.

„Kannski duttu þeir aðeins til baka og þá var þetta opnara. Þá kemur meiri kraftur í okkur, mörk hafa tilhneigingu til að breyta leikjum, geta breytt leikjum í báðar áttir. Það var leiðinlegt að ná ekki að halda þetta út, klára leikinn í venjulegum leiktíma, það var sárast. Framlengingin er eins og framlengingin er og vítakeppnin getur farið í allar áttir en við höldum áfram," sagði Óskar.


Athugasemdir
banner
banner