Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 04. júlí 2023 22:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Sárast að ná ekki að halda þetta út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var að vonum gríðarlega vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn KA á Greifavellinum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 6 -  4 Breiðablik

„Það er svekkjandi að detta út, sérstaklega eftir þessa frammistöðu, mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik. Það er það sem við verðum að taka út úr þessu. Það hefði verið gaman að fara í bikarúrslitaleikinn en þeir klára þetta," sagði Óskar.

„Mér fannst Breiðablik geta skorað fleiri mörk eftir að við komumst í 2-1 en þegar öllu er á botnin hvolft þá er fótbolti svona, þú þarft að skora fleiri mörk en þú færð á þig til að vinna leikina."

Blikar spiluðu góðan fyrri hálfleik en KA var fyrri til að skora fyrsta mark leiksins.

„Kannski duttu þeir aðeins til baka og þá var þetta opnara. Þá kemur meiri kraftur í okkur, mörk hafa tilhneigingu til að breyta leikjum, geta breytt leikjum í báðar áttir. Það var leiðinlegt að ná ekki að halda þetta út, klára leikinn í venjulegum leiktíma, það var sárast. Framlengingin er eins og framlengingin er og vítakeppnin getur farið í allar áttir en við höldum áfram," sagði Óskar.


Athugasemdir
banner