Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Alli Jói: Tilfinningin er ótrúlega sæt
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   þri 04. júlí 2023 22:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Sárast að ná ekki að halda þetta út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var að vonum gríðarlega vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn KA á Greifavellinum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 6 -  4 Breiðablik

„Það er svekkjandi að detta út, sérstaklega eftir þessa frammistöðu, mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik. Það er það sem við verðum að taka út úr þessu. Það hefði verið gaman að fara í bikarúrslitaleikinn en þeir klára þetta," sagði Óskar.

„Mér fannst Breiðablik geta skorað fleiri mörk eftir að við komumst í 2-1 en þegar öllu er á botnin hvolft þá er fótbolti svona, þú þarft að skora fleiri mörk en þú færð á þig til að vinna leikina."

Blikar spiluðu góðan fyrri hálfleik en KA var fyrri til að skora fyrsta mark leiksins.

„Kannski duttu þeir aðeins til baka og þá var þetta opnara. Þá kemur meiri kraftur í okkur, mörk hafa tilhneigingu til að breyta leikjum, geta breytt leikjum í báðar áttir. Það var leiðinlegt að ná ekki að halda þetta út, klára leikinn í venjulegum leiktíma, það var sárast. Framlengingin er eins og framlengingin er og vítakeppnin getur farið í allar áttir en við höldum áfram," sagði Óskar.


Athugasemdir