Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 04. september 2022 17:16
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Það var æðislegt að horfa á þetta
He
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hermann Hreiðarsson gaf kost á sér í viðtalli við Fótbolta.net eftir leik en hann sat upp í stúku í dag en hann var í banni vegna uppsafnaðra spjalda. ÍBV var þremur mínútum frá því landa þremur stigum en Víkingar jöfnuðu leikinn á 95.mínútu og lokatölur 2-2. 

„Hundfúllt eftir svona frábæran leik,frábæran karakter og það var djöfulsins kraftur og stemming í liðinu og þú sást bara að það var hiti í okkur maður. Það var æðislegt að horfa á þetta og á sama skapi svekkjandi að ná ekki í þrjú stig því við áttum það skilið."


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

„Það vita það allir að Víkingarnir eru með ógnasterkt fótboltalið og eru. búnir að setja standardinn hátt þannig þú þarft að vera á tánum þegar þú mætir þeim og við vorum það svo sannarlega í dag. Það var karakter og trú í okkur og strákarnir eiga allt hrós skilið í heiminum. Kannski halda allir að menn hafi verið að tefja en það voru allir með krampa því það þarf að hafa fyrir svona að stoppa þá í að fá sín færi og við stoppuðum það alveg hrikalega vel manni færri í heillangan tíma."

Hermann Hreiðarsson var spurður út í þessa tvo stóru dóma. Í fyrri hálfleik braut Halldór Smári Sigurðsson á Alexi Frey og var Alex Freyr rændur upplögðu marktækifæri og svo þegar Jón Kristinn Elíasson braut á Loga Tómassyni í lok fyrri hálfleiks.

„Ósamræmi. Ég sé alveg hvað hann sér í rauða spjaldinu okkar að hann fer svolítið harkalega í hann, ekki það að hann að sé að fara skora. Hitt atvikið er óskiljanlegt í mínum augum, algjörlega óskiljanlegt. Það er opið mark og Halldór Smári er röngumegin við hann og hversu lítið sem brotið er og þetta er eins mikið rautt og ég hef séð."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner