Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 04. september 2022 17:16
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Það var æðislegt að horfa á þetta
He
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hermann Hreiðarsson gaf kost á sér í viðtalli við Fótbolta.net eftir leik en hann sat upp í stúku í dag en hann var í banni vegna uppsafnaðra spjalda. ÍBV var þremur mínútum frá því landa þremur stigum en Víkingar jöfnuðu leikinn á 95.mínútu og lokatölur 2-2. 

„Hundfúllt eftir svona frábæran leik,frábæran karakter og það var djöfulsins kraftur og stemming í liðinu og þú sást bara að það var hiti í okkur maður. Það var æðislegt að horfa á þetta og á sama skapi svekkjandi að ná ekki í þrjú stig því við áttum það skilið."


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

„Það vita það allir að Víkingarnir eru með ógnasterkt fótboltalið og eru. búnir að setja standardinn hátt þannig þú þarft að vera á tánum þegar þú mætir þeim og við vorum það svo sannarlega í dag. Það var karakter og trú í okkur og strákarnir eiga allt hrós skilið í heiminum. Kannski halda allir að menn hafi verið að tefja en það voru allir með krampa því það þarf að hafa fyrir svona að stoppa þá í að fá sín færi og við stoppuðum það alveg hrikalega vel manni færri í heillangan tíma."

Hermann Hreiðarsson var spurður út í þessa tvo stóru dóma. Í fyrri hálfleik braut Halldór Smári Sigurðsson á Alexi Frey og var Alex Freyr rændur upplögðu marktækifæri og svo þegar Jón Kristinn Elíasson braut á Loga Tómassyni í lok fyrri hálfleiks.

„Ósamræmi. Ég sé alveg hvað hann sér í rauða spjaldinu okkar að hann fer svolítið harkalega í hann, ekki það að hann að sé að fara skora. Hitt atvikið er óskiljanlegt í mínum augum, algjörlega óskiljanlegt. Það er opið mark og Halldór Smári er röngumegin við hann og hversu lítið sem brotið er og þetta er eins mikið rautt og ég hef séð."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner