Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 04. september 2022 17:16
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Það var æðislegt að horfa á þetta
He
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hermann Hreiðarsson gaf kost á sér í viðtalli við Fótbolta.net eftir leik en hann sat upp í stúku í dag en hann var í banni vegna uppsafnaðra spjalda. ÍBV var þremur mínútum frá því landa þremur stigum en Víkingar jöfnuðu leikinn á 95.mínútu og lokatölur 2-2. 

„Hundfúllt eftir svona frábæran leik,frábæran karakter og það var djöfulsins kraftur og stemming í liðinu og þú sást bara að það var hiti í okkur maður. Það var æðislegt að horfa á þetta og á sama skapi svekkjandi að ná ekki í þrjú stig því við áttum það skilið."


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

„Það vita það allir að Víkingarnir eru með ógnasterkt fótboltalið og eru. búnir að setja standardinn hátt þannig þú þarft að vera á tánum þegar þú mætir þeim og við vorum það svo sannarlega í dag. Það var karakter og trú í okkur og strákarnir eiga allt hrós skilið í heiminum. Kannski halda allir að menn hafi verið að tefja en það voru allir með krampa því það þarf að hafa fyrir svona að stoppa þá í að fá sín færi og við stoppuðum það alveg hrikalega vel manni færri í heillangan tíma."

Hermann Hreiðarsson var spurður út í þessa tvo stóru dóma. Í fyrri hálfleik braut Halldór Smári Sigurðsson á Alexi Frey og var Alex Freyr rændur upplögðu marktækifæri og svo þegar Jón Kristinn Elíasson braut á Loga Tómassyni í lok fyrri hálfleiks.

„Ósamræmi. Ég sé alveg hvað hann sér í rauða spjaldinu okkar að hann fer svolítið harkalega í hann, ekki það að hann að sé að fara skora. Hitt atvikið er óskiljanlegt í mínum augum, algjörlega óskiljanlegt. Það er opið mark og Halldór Smári er röngumegin við hann og hversu lítið sem brotið er og þetta er eins mikið rautt og ég hef séð."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner