Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 04. september 2022 17:16
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Það var æðislegt að horfa á þetta
He
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hermann Hreiðarsson gaf kost á sér í viðtalli við Fótbolta.net eftir leik en hann sat upp í stúku í dag en hann var í banni vegna uppsafnaðra spjalda. ÍBV var þremur mínútum frá því landa þremur stigum en Víkingar jöfnuðu leikinn á 95.mínútu og lokatölur 2-2. 

„Hundfúllt eftir svona frábæran leik,frábæran karakter og það var djöfulsins kraftur og stemming í liðinu og þú sást bara að það var hiti í okkur maður. Það var æðislegt að horfa á þetta og á sama skapi svekkjandi að ná ekki í þrjú stig því við áttum það skilið."


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

„Það vita það allir að Víkingarnir eru með ógnasterkt fótboltalið og eru. búnir að setja standardinn hátt þannig þú þarft að vera á tánum þegar þú mætir þeim og við vorum það svo sannarlega í dag. Það var karakter og trú í okkur og strákarnir eiga allt hrós skilið í heiminum. Kannski halda allir að menn hafi verið að tefja en það voru allir með krampa því það þarf að hafa fyrir svona að stoppa þá í að fá sín færi og við stoppuðum það alveg hrikalega vel manni færri í heillangan tíma."

Hermann Hreiðarsson var spurður út í þessa tvo stóru dóma. Í fyrri hálfleik braut Halldór Smári Sigurðsson á Alexi Frey og var Alex Freyr rændur upplögðu marktækifæri og svo þegar Jón Kristinn Elíasson braut á Loga Tómassyni í lok fyrri hálfleiks.

„Ósamræmi. Ég sé alveg hvað hann sér í rauða spjaldinu okkar að hann fer svolítið harkalega í hann, ekki það að hann að sé að fara skora. Hitt atvikið er óskiljanlegt í mínum augum, algjörlega óskiljanlegt. Það er opið mark og Halldór Smári er röngumegin við hann og hversu lítið sem brotið er og þetta er eins mikið rautt og ég hef séð."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner