Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   sun 04. september 2022 17:16
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Það var æðislegt að horfa á þetta
He
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hermann Hreiðarsson gaf kost á sér í viðtalli við Fótbolta.net eftir leik en hann sat upp í stúku í dag en hann var í banni vegna uppsafnaðra spjalda. ÍBV var þremur mínútum frá því landa þremur stigum en Víkingar jöfnuðu leikinn á 95.mínútu og lokatölur 2-2. 

„Hundfúllt eftir svona frábæran leik,frábæran karakter og það var djöfulsins kraftur og stemming í liðinu og þú sást bara að það var hiti í okkur maður. Það var æðislegt að horfa á þetta og á sama skapi svekkjandi að ná ekki í þrjú stig því við áttum það skilið."


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

„Það vita það allir að Víkingarnir eru með ógnasterkt fótboltalið og eru. búnir að setja standardinn hátt þannig þú þarft að vera á tánum þegar þú mætir þeim og við vorum það svo sannarlega í dag. Það var karakter og trú í okkur og strákarnir eiga allt hrós skilið í heiminum. Kannski halda allir að menn hafi verið að tefja en það voru allir með krampa því það þarf að hafa fyrir svona að stoppa þá í að fá sín færi og við stoppuðum það alveg hrikalega vel manni færri í heillangan tíma."

Hermann Hreiðarsson var spurður út í þessa tvo stóru dóma. Í fyrri hálfleik braut Halldór Smári Sigurðsson á Alexi Frey og var Alex Freyr rændur upplögðu marktækifæri og svo þegar Jón Kristinn Elíasson braut á Loga Tómassyni í lok fyrri hálfleiks.

„Ósamræmi. Ég sé alveg hvað hann sér í rauða spjaldinu okkar að hann fer svolítið harkalega í hann, ekki það að hann að sé að fara skora. Hitt atvikið er óskiljanlegt í mínum augum, algjörlega óskiljanlegt. Það er opið mark og Halldór Smári er röngumegin við hann og hversu lítið sem brotið er og þetta er eins mikið rautt og ég hef séð."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir