CIES Football Observatory hefur gefið út nýja skýrslu þar sem tekið er saman heildarverð á leikmannahópum heimsfótboltans, þar er bæði tekinn inn kostnaður við leikmannakaup og lánsamninga.
Flestir myndu líklega giska á að Manchester City væri með dýrasta leikmannahópinn en svo er ekki. City er í þriðja sæti, á eftir tveimur öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United eyddi 200 milljónum punda í leikmannakaup í sumar og er rétt á undan grönnum sínum. Á toppnum er hinsvegar Chelsea, sem hefur farið hamförum á leikmannamarkaðnum síðustu glugga.
Eina félagið utan Evrópu sem kemst á topp 20 listann er Al-Hilal í Sádi-Arabíu.
Flestir myndu líklega giska á að Manchester City væri með dýrasta leikmannahópinn en svo er ekki. City er í þriðja sæti, á eftir tveimur öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United eyddi 200 milljónum punda í leikmannakaup í sumar og er rétt á undan grönnum sínum. Á toppnum er hinsvegar Chelsea, sem hefur farið hamförum á leikmannamarkaðnum síðustu glugga.
Eina félagið utan Evrópu sem kemst á topp 20 listann er Al-Hilal í Sádi-Arabíu.
20 dýrustu leikmannahópar heims
1. Chelsea - £1.06b (€1.28b)
2. Man United - £874m (€1.038b)
3. Man City - £856m (€1.017b)
4. Arsenal - £672m (€798m)
5. Tottenham - £663m (€787m)
6. PSG - £650m (€772m)
7. Liverpool - £619m (€735m)
8. Real Madrid - £606m (€720m)
9. Newcastle - £575m (€683m)
10. Juventus - £527m (€626m)
11. Bayern München - £495m (€588m)
12. Atletico Madrid - £417m (€496m)
13. Al-Hilal - £408m (€485m)
14. Aston Villa - £400m (€475m)
15. Barcelona - £388m (€461m)
16. Brighton - £364m (€433m)
17. Wolves - £358m (€426m)
18. West Ham - £348m (€414m)
19. RB Leipzig - £345m (€410m)
20. Nottingham Forest - £335m (€398m)
Athugasemdir