Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 04. október 2020 19:21
Sverrir Örn Einarsson
Natasha: Höfum bætt okkur í því að klára leikina
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Moraa Anasi var einu sinni sem oftar einn besti leikmaður vallarins þegar Keflavík hafði 3-1 sigur á Gróttu í Lengjudeild kvenna í dag. Þessi fjölhæfi leikmaður fagnaði afmæli sínu í dag með marki er hún skoraði annarð mark Keflavíkur eftir um stundarfjórðungsleik og sannaði það enn og aftur að þar er á ferðinni einn albesti leikmaður kvennaboltans á Íslandi í dag. Hún svaraði nokkrum spurningum frá fréttaritara Fótbolta.net á vellinum

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

„Þetta var skrýtin leikur. Grótta gerði vel í að reyna láta okkur breyta um leikstíl en við finnum alltaf leiðir til að vinna og börðumst til enda svo ég er mjög stolt af stelpunum.“


Natasha sem verið hefur hjá Keflavík síðan 2017 á ár eftir að samningi sínum við Keflavík og mun því væntanlega taka slaginn með liðinu í Pepsi Max að ári. Hverjar eru væntingar hennar til næsta tímabils?

„Ég er bara mjög spennt. Ég er svo ótrúlega stolt af stelpunum. Við fórum niður og misstum líka nokkrar stelpur úr liðinu Sveindísi, Írisi og Kötlu og fleiri en náum að fara beint upp aftur og það er bara vel gert hjá okkur.“

Aðspurð um hvað Keflavíkurliðið hafi lært af síðasta tímabili sem þær léku í Pepsi Max og hvað þær geti lagað sagði Natasha.

„Við vorum mjög ungt lið þá en við höfum bætt okkur í því að klára leikina, Spila 90 mínútur en ekki bara 45 og bara reynslan held ég. Að vera í Pepsi Max og spila gegn svona sterkum leikmönnum erum við búnar að læra og ég held að það muni hjálpa okkur mjög mikið. “

Sagði Natasha en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner