Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 04. október 2020 19:21
Sverrir Örn Einarsson
Natasha: Höfum bætt okkur í því að klára leikina
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Moraa Anasi var einu sinni sem oftar einn besti leikmaður vallarins þegar Keflavík hafði 3-1 sigur á Gróttu í Lengjudeild kvenna í dag. Þessi fjölhæfi leikmaður fagnaði afmæli sínu í dag með marki er hún skoraði annarð mark Keflavíkur eftir um stundarfjórðungsleik og sannaði það enn og aftur að þar er á ferðinni einn albesti leikmaður kvennaboltans á Íslandi í dag. Hún svaraði nokkrum spurningum frá fréttaritara Fótbolta.net á vellinum

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

„Þetta var skrýtin leikur. Grótta gerði vel í að reyna láta okkur breyta um leikstíl en við finnum alltaf leiðir til að vinna og börðumst til enda svo ég er mjög stolt af stelpunum.“


Natasha sem verið hefur hjá Keflavík síðan 2017 á ár eftir að samningi sínum við Keflavík og mun því væntanlega taka slaginn með liðinu í Pepsi Max að ári. Hverjar eru væntingar hennar til næsta tímabils?

„Ég er bara mjög spennt. Ég er svo ótrúlega stolt af stelpunum. Við fórum niður og misstum líka nokkrar stelpur úr liðinu Sveindísi, Írisi og Kötlu og fleiri en náum að fara beint upp aftur og það er bara vel gert hjá okkur.“

Aðspurð um hvað Keflavíkurliðið hafi lært af síðasta tímabili sem þær léku í Pepsi Max og hvað þær geti lagað sagði Natasha.

„Við vorum mjög ungt lið þá en við höfum bætt okkur í því að klára leikina, Spila 90 mínútur en ekki bara 45 og bara reynslan held ég. Að vera í Pepsi Max og spila gegn svona sterkum leikmönnum erum við búnar að læra og ég held að það muni hjálpa okkur mjög mikið. “

Sagði Natasha en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner