Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 04. október 2020 19:21
Sverrir Örn Einarsson
Natasha: Höfum bætt okkur í því að klára leikina
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Moraa Anasi var einu sinni sem oftar einn besti leikmaður vallarins þegar Keflavík hafði 3-1 sigur á Gróttu í Lengjudeild kvenna í dag. Þessi fjölhæfi leikmaður fagnaði afmæli sínu í dag með marki er hún skoraði annarð mark Keflavíkur eftir um stundarfjórðungsleik og sannaði það enn og aftur að þar er á ferðinni einn albesti leikmaður kvennaboltans á Íslandi í dag. Hún svaraði nokkrum spurningum frá fréttaritara Fótbolta.net á vellinum

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

„Þetta var skrýtin leikur. Grótta gerði vel í að reyna láta okkur breyta um leikstíl en við finnum alltaf leiðir til að vinna og börðumst til enda svo ég er mjög stolt af stelpunum.“


Natasha sem verið hefur hjá Keflavík síðan 2017 á ár eftir að samningi sínum við Keflavík og mun því væntanlega taka slaginn með liðinu í Pepsi Max að ári. Hverjar eru væntingar hennar til næsta tímabils?

„Ég er bara mjög spennt. Ég er svo ótrúlega stolt af stelpunum. Við fórum niður og misstum líka nokkrar stelpur úr liðinu Sveindísi, Írisi og Kötlu og fleiri en náum að fara beint upp aftur og það er bara vel gert hjá okkur.“

Aðspurð um hvað Keflavíkurliðið hafi lært af síðasta tímabili sem þær léku í Pepsi Max og hvað þær geti lagað sagði Natasha.

„Við vorum mjög ungt lið þá en við höfum bætt okkur í því að klára leikina, Spila 90 mínútur en ekki bara 45 og bara reynslan held ég. Að vera í Pepsi Max og spila gegn svona sterkum leikmönnum erum við búnar að læra og ég held að það muni hjálpa okkur mjög mikið. “

Sagði Natasha en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir