Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 04. október 2020 19:21
Sverrir Örn Einarsson
Natasha: Höfum bætt okkur í því að klára leikina
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Moraa Anasi var einu sinni sem oftar einn besti leikmaður vallarins þegar Keflavík hafði 3-1 sigur á Gróttu í Lengjudeild kvenna í dag. Þessi fjölhæfi leikmaður fagnaði afmæli sínu í dag með marki er hún skoraði annarð mark Keflavíkur eftir um stundarfjórðungsleik og sannaði það enn og aftur að þar er á ferðinni einn albesti leikmaður kvennaboltans á Íslandi í dag. Hún svaraði nokkrum spurningum frá fréttaritara Fótbolta.net á vellinum

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

„Þetta var skrýtin leikur. Grótta gerði vel í að reyna láta okkur breyta um leikstíl en við finnum alltaf leiðir til að vinna og börðumst til enda svo ég er mjög stolt af stelpunum.“


Natasha sem verið hefur hjá Keflavík síðan 2017 á ár eftir að samningi sínum við Keflavík og mun því væntanlega taka slaginn með liðinu í Pepsi Max að ári. Hverjar eru væntingar hennar til næsta tímabils?

„Ég er bara mjög spennt. Ég er svo ótrúlega stolt af stelpunum. Við fórum niður og misstum líka nokkrar stelpur úr liðinu Sveindísi, Írisi og Kötlu og fleiri en náum að fara beint upp aftur og það er bara vel gert hjá okkur.“

Aðspurð um hvað Keflavíkurliðið hafi lært af síðasta tímabili sem þær léku í Pepsi Max og hvað þær geti lagað sagði Natasha.

„Við vorum mjög ungt lið þá en við höfum bætt okkur í því að klára leikina, Spila 90 mínútur en ekki bara 45 og bara reynslan held ég. Að vera í Pepsi Max og spila gegn svona sterkum leikmönnum erum við búnar að læra og ég held að það muni hjálpa okkur mjög mikið. “

Sagði Natasha en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner