Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mið 04. desember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Darren Bent: Gylfi þarf að stíga upp
Darren Bent, fyrrum framherji Aston Villa og núverandi sérfræðingur á Sky, vill sjá Gylfa Þór Sigurðsson stíga upp í liði Everton á næstunni og hjálpa liðinu að klifra upp töfluna.

Everton er í 17. sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir nágrannaslaginn gegn Liverpool í kvöld en Bent telur að Gylfi sé sá leikmaður sem geti gert mest í að snúa gengi liðsins við.

„Hann er einn af þeim leikmönnum sem þurfa að stíga upp og byrja að stjórna leikjunum. Hann hefur auka gæði og hann gæti breytt leikjum fyrir þá en þegar hann og liðið eru inn í skelinni þá hjálpar það engum," sagði Bent.

„Hann var keyptur á háa fjárhæð. Það eru leikmenn eins og (Alex) Iwobi sem hlaupa og leggja sig fram en hann (Gylfi) er maðurinn þegar kemur að alvöru hæfileikum."

„Hann er leikmaðurinn sem getur gert eitthvað og breytt leikjum svo hann þarf að stíga upp og gera það."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
3 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
9 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
10 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
11 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
12 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
13 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
14 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner