Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   lau 04. desember 2021 11:36
Aksentije Milisic
Byrjunarlið West Ham og Chelsea: Moyes fer í fimm manna vörn - James byrjar
Fimm manna vörn.
Fimm manna vörn.
Mynd: EPA
Fimmtánda umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 12:30 í dag en þá mætast West Ham og Chelsea í Lundúnarslag.

Heimamenn í West Ham hafa aðeins verið að gefa eftir í deildinni að undanförnu. Eftir frábæran sigur á Liverpool í byrjun nóvember mánaðar þá hefur liðinu aðeins tekist að ná í eitt stig af síðustu níu mögulegum. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar.

Chelsea er á toppnum með eins stigs forystu á Manchester City. Þeir bláklæddu unnu útisigur á Watford í miðri viku en þar á undan gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Manchester United.

David Moyes, stjóri Hamranna, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá jafnteflisleiknum gegn Brighton. Hann fer í fimm manna vörn en Issa Diop og Manuel Lanzini koma inn í liðið.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerir fjórar breytingar frá sigurleiknum gegn Watford. Thiago Silva, Reece James, Jorginho og Hakim Ziyech kom allir inn. Cesar Azpilicueta, Saul Niguez og Christian Pulisic fara á bekkinn en Trevor Chalobah er meiddur.

West Ham: Fabianski, Zouma, Dawson, Diop, Johnson, Rice, Soucek, Coufal, Bowen, Lanzini, Antonio.
(Varamenn: Yarmolenko, Fornals, Vlasic, Noble, Benrahma, Masuaku, Kral, Ashby.

Chelsea: Mendy, Silva, Rudiger, Christensen, James, Jorginho, Loftus-Cheek, Alonso, Mount, Ziyech, Havertz.
(Varamenn: Kepa, Azpilicute, Sarr, Barkley, Saul, Odoi, Pulisic, Lukaku, Werner).
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner