Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 04. desember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Fyrsta alvöru próf Amorim
Ruben Amorim fer með lið sitt á Emirates í kvöld
Ruben Amorim fer með lið sitt á Emirates í kvöld
Mynd: EPA
Sex leikir eru á dagskrá í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en Ruben Amorim, stjóri Manchester United, fær fyrsta alvöru prófið sem stjóri félagsins er liðið heimsækir Arsenal á Emirates-leikvanginn.

Amorim hefur stýrt United í þremur leikjum. Liðið gerði jafntefli gegn Ipswich Town í fyrsta leiknum en vann síðan Bodö/Glimt í Evrópudeildinni og Everton í deildinni.

Í kvöld er hins vegar fyrsta alvöru prófið fyrir Amorim sem fer með lið sitt á Emirates. Arsenal hefur ekki tapað leik gegn Man Utd í deildinni síðan í september fyrir tveimur árum. Verður breyting á því í kvöld?

Englandsmeistarar Manchester City taka á móti spútnikliði Nottingham Forest á Etihad. Man City hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni og er ellefu stigum frá toppnum.

Topplið Liverpool heimsækir Newcastle United á St. James' Park en Liverpool hefur ekki tapað í síðustu fimmtán deildarleikjum gegn Newcastle. Síðasti sigur Newcastle kom árið 2015.

Aston Villa mætir Brentford og þá fer Chelsea í heimsókn til nýliða Southampton. Lærisveinar Sean Dyche í Everton mæta þá Wolves á Goodison Park.

Leikir dagsins:
19:30 Everton - Wolves
19:30 Man City - Nott. Forest
19:30 Newcastle - Liverpool
19:30 Southampton - Chelsea
20:15 Arsenal - Man Utd
20:15 Aston Villa - Brentford
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Chelsea 24 12 7 5 47 31 +16 43
5 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
6 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 West Ham 24 7 6 11 29 46 -17 27
16 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner
banner