
Landsliðskonan Natasha Anasi er með slitið aftara krossband, PCL, og spilar ekki meira á tímabilinu. Hún spilar ekki fótbolta aftur fyrr en á næsta ári.
Þetta staðfesti Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í gær.
Þetta staðfesti Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í gær.
„Tash er alvarlega meidd og verður ekki meira með á þessu tímabili," sagði Matthías.
„Hún sleit aftara krossband."
Natasha fór með Íslandi á Evrópumótið í Sviss en meiddist í fyrsta leiknum eftir komuna heim til Íslands og nú er það ljóst að hún verður ekki meira með í sumar.
Valur tapaði 0-3 gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í gær og er í fimmta sæti með 15 stig eftir tólf leiki.
Athugasemdir