Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 05. nóvember 2024 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
U17: Jafnt gegn Spáni í lokaleiknum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland U17 2 - 2 Spánn U17
1-0 Alexander Máni Guðjónsson ('33 )
1-1 Iago Barreiros ('37 )
1-2 Pedro Rodríguez ('63 )
2-2 Gunnar Orri Olsen ('84 )
Lestu um leikinn


Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri mætti jafnöldrum sínum frá Spáni í lokaleik liðanna í fyrstu umferð í undankeppni EM.

Bæði lið voru komin áfram í aðra umferð sem fram fer næsta vor. Spánn var á toppi riðilsins en Ísland með jafn mörg stig í 2. sæti.

Alexander Máni Guðjónsson kom Íslandi yfir eftir laglega skyndisókn en Iago Barreiros jafnaði metin stuttu síðar eftir slæm mistök hjá íslenska liðinu.

Spánn fékk mun fleiri tækifæri í leiknum og Pedro Rodriguez kom liðinu yfir en Ísland nýtti sér fast leikatriði þegar Gunnar Orri Olsen jafnaði metin, Viktor Bjarki Daðason var nálægt því að tryggja Íslandi sigurinn á lokasekúndunum en skot hans fór framhjá.

Ísland endar því í 2. sæti riðilsins á eftir Spáni en bæði lið munu spila í 2. umferð en það verður dregið í hana í desember.


Athugasemdir
banner
banner
banner