Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 20:13
Elvar Geir Magnússon
Luiz kóngurinn í vörninni í sögulegum sigri
David Luiz í leiknum gegn Villarreal.
David Luiz í leiknum gegn Villarreal.
Mynd: EPA
David Luiz er enn í fullu fjöri og átti stórleik í vörn kýpverska meistaraliðsins Pafos sem sigraði Villarreal 1-0 í Meistaradeildinni í kvöld. Luiz er 38 ára og fyrrum leikmaður Arsenal, Chelsea og brasilíska landsliðsins.

Luiz hefur undanfarin ár leikið heima í Brasilíu en gekk í raðir Pafos í sumar frá Fortaleza.

Þetta var fyrsti Meistaradeildarsigur Pafos í sögunni en það eru aðeins ellefu ár síðan félagið var stofnað, með sameiningu AEK Kouklia og AEP Paphos.

Hollenski varnarmaðurinn Derrick Luckassen skoraði sigurmarkið sögulega á 46. mínútu eftir hornspyrnu. Forseti Kýpur, Nikos Christodoulides, er stuðningsmaður Pafos og var á vellinum en missti af markinu þar sem hann var enn að njóta veitinga í hálfleiknum.

Pafos spilar heimaleiki sína í Limassol þar sem heimavöllur liðsins uppfyllir ekki kröfur UEFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner