Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 05. desember 2023 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland eyðilagði Ólympíudraum Dana - Þjóðverjar þakklátir
Ísland fann frækinn sigur í kvöld.
Ísland fann frækinn sigur í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þjóðverjar eru afar þakklátir Íslandi eftir úrslit kvöldsins í Þjóðadeild kvenna.

Ísland gerði sér lítið fyrir og skellti Danmörku á útivelli í Viborg. Danir voru sigurvissir fyrir leikinn og buðu upp á flugeldasýningu inn á vellinum.

Lestu um leikinn: Danmörk 0 -  1 Ísland

„Danirnir ætluðu að vera með svaka sýningu. Þeir byrjuðu á flugeldum og svo komum við með flugeldana inn á vellinum," sagði markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir, sem var stórkostleg í kvöld, við RÚV eftir leikinn.

Þýskaland og Danmörk voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Þjóðverjar voru klaufar gegn Wales. Niðurstaðan þar var jafntefli og náði Wales í sitt fyrsta stig í riðlinum.

Þýskaland skildi þannig hurðina eftir opna fyrir Danmörku. Þær þurftu bara að vinna Ísland, en það tókst ekki. Ísland vann 1-0 sigur og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er ein sú vinsælasta í Þýskalandi eftir að hafa skorað sigurmark Íslands í kvöld. Hún spilar einmitt í Þýskalandi með Bayer Leverkusen.

Þýskaland fer þannig í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar og á möguleika á því að komast á Ólympíuleikana næsta sumar, en möguleikar Danmerkur eru úti.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner