PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   þri 05. desember 2023 21:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Sögðum hingað og ekki lengra og ætluðum að taka þrjú stig"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tyggði Íslandi frábæran sigur á Danmörku í lokaleik liðsins í Þjóðadeildinni og á sama tíma varð ljóst að Danmörk komst ekki áfram í keppninni.


Lestu um leikinn: Danmörk 0 -  1 Ísland

Karólína Lea naut sín á vellinum þar sem öll pressan var á danska liðinu. Hún var til viðtals hjá Rúv eftir leikinn.

„Það var rosalega gaman að spila þennan leik. Öll pressan var á þeim, eins og aðrir leikmenn eru búnir að segja, flugeldasýning í byrjun og svona. Við sögðu bara hingað og ekki lengra og ætluðum að taka þrjú stig," sagði Karólína Lea.

„Ég fæ mikið frelsi hjá Steina, þær voru að skilja pláss á milli varnar og sóknar sem ég gat hlaupið í. Ég hefði mátt vera betri varnarlega svo ég veit ekki hvort þetta hafi verið minn besti leikur."

Íslenska liðið efaðist aldrei um að liðið gæti náð í sigur.

„Með íslensku geðveikina fer maður aldrei í neinn leik til að tapa. Það var gott pepp video fyrir leik sem gerði okkur alveg 'crazy'," sagði Karólína Lea.


Athugasemdir
banner
banner