Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   fös 05. desember 2025 18:58
Elvar Geir Magnússon
bein lýsing
HM drátturinn í beinni: Drættinum er lokið - Nokkrir hörkuriðlar
Fylgstu með HM drættinum í beinni.
Fylgstu með HM drættinum í beinni.
Mynd: EPA
Í dag verður dregið í riðla fyrir HM næsta sumar en keppnin verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hún hefst 11. júní og lýkur 19. júlí.

Drátturinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma en miðað við dagskrána, verðlaunaafhendingu og tónlistaratriði er alveg ljóst að athöfnin mun taka sinn tíma. Reiknað er með að hún muni standa til 18:30 um það bil.

Fótbolti.net fylgist með í beinni textalýsingu og þá verður athöfnin sýnd beint á RÚV2

Það verða 48 þátttökulið á mótinu og þeim skipt í fjóra styrkleikaflokka með tólf liðum hver.

Bandaríkin, Kanada og Mexíkó verða í fyrsta styrkleikaflokki ásamt níu efstu liðum á FIFA styrkleikalistanum. Riðlarnir tólf verða skipaðir einu liði úr hverjum styrkleikaflokki.

Það eru enn sex laus sæti á mótinu en þau ráðast í gegnum umspil í mars.

19:13
Takk fyrir samfylgdina!
Þetta tók sinn tíma, ég hélt að ég myndi hreinlega svelta.

Eyða Breyta
19:13


Eyða Breyta
19:09
Mynd: EPA



Eyða Breyta
19:07


Eyða Breyta
19:06
Drættinum er lokið!
A-riðill: Mexíkó, Suður-Kórea, Suður-Afríka, Evrópu-umspil D
B-riðill: Kanada, Sviss, Katar, Evrópu-umspil A
C-riðill: Brasilía, Marokkó, Skotland, Haítí
D-riðill: Bandaríkin, Ástralía, Paragvæ, Evrópu-umspil C
E-riðill: Þýskaland, Ekvador, Fílabeinsströndin, Curacao
F-riðill: Holland, Japan, Túnis, Evrópu-umspil B
G-riðill: Belgía, Íran, Egyptaland, Nýja-Sjáland
H-riðill: Spánn, Úrúgvæ, Sádi-Arabía, Grænhöfðaeyjar
I-riðill: Frakkland, Senegal, Noregur, FIFA umspil
J-riðill: Argentína, Austurríki, Alsír, Jórdanía
K-riðill: Portúgal, Kólumbía, Úsbekistan, FIFA umspil
L-riðill. England, Króatía, Panama, Gana

Eyða Breyta
19:05
Gana í L-riðil með Englandi
ngland, Króatía, Panama, Gana

Eyða Breyta
18:59
Mögulegur riðill Heimis Hallgrímssonar
Mexíkó, Suður-Kórea, Suður-Afríka. Írland verður með þessum liðum í riðli ef liðið vinnur umspilið sitt.

Sigurvegarinn úr Tékkland - Írland mun mæta sigurvegaranum úr Danmörk - Norður-Makedónía.

Eyða Breyta
18:55
Þá er bara eftir að draga úr fjórða styrkleikaflokki!
Mynd: EPA



Eyða Breyta
18:54
Búið að draga úr styrkleikaflokki þrjú
A-riðill: Mexíkó, Suður-Kórea, Suður-Afríka
B-riðill: Kanada, Sviss, Katar
C-riðill: Brasilía, Marokkó, Skotland
D-riðill: Bandaríkin, Ástralía, Paragvæ
E-riðill: Þýskaland, Ekvador, Fílabeinsströndin
F-riðill: Holland, Japan, Túnis
G-riðill: Belgía, Íran, Egyptaland
H-riðill: Spánn, Úrúgvæ, Sádi-Arabía
I-riðill: Frakkland, Senegal, Noregur
J-riðill: Argentína, Austurríki, Alsír
K-riðill: Portúgal, Kólumbía, Úsbekistan
L-riðill. England, Króatía, Panama

Eyða Breyta
18:54
Noregur í rosalegum riðli
Frakkland, Senegal, Noregur í I-riðli!

Eyða Breyta
18:53
Panama í L-riðli
England, Króatía, Panama

Eyða Breyta
18:53
Úsbekistan með Portúgal og Kólumbíu
í H-riðli

Eyða Breyta
18:52
Alsír fer í J-riðil með Argentínu og Austurríki
Ef lið byrja á A fara þau í J-riðil

Eyða Breyta
18:51
Sádi-Arabía með Spánverjum og Úrúgvæjum í H-riðil
Spánn, Úrúgvæ, Sádi-Arabía

Strembinn riðill!

Eyða Breyta
18:50
Skotland í mjög erfiðan riðil!
Fara í C-riðil með Brasilíu og Marokkó.

Eyða Breyta
18:50
Egyptaland fer í G-riðil með Belgíu og Íran


Eyða Breyta
18:49
Túnis fer í F-riðil með Hollandi og Japan


Eyða Breyta
18:49
Filabeinsströndin fer í E-riðil
Þýskaland, Ekvador, Fílabeinsströndin

Eyða Breyta
18:48
Paragvæ fer í D-riðil með Bandaríkjunum og Ástralíu
Brasilía í C-riðil og því getur Paragvæ ekki farið þangað.

Eyða Breyta
18:47
Katar fer í B-riðilinn með Kanada og Sviss


Eyða Breyta
18:46
Suður-Afríka fer í A-riðil með Mexíkó og Suður-Kóreu
Mexíkó - Suður-Afríka verður fyrsti leikur mótsins.

Eyða Breyta
18:44
Þá er komið að því að draga úr þriðja styrkleikaflokki
Þar eru nokkur feikilega öflug lið í pottinum.

Eyða Breyta
18:43
Tom Brady hefur staðið sig vel í að draga
Mynd: EPA



Eyða Breyta
18:43
Búið að draga úr öðrum styrkleikaflokki!
A-riðill: Mexíkó, Suður-Kórea
B-riðill: Kanada, Sviss
C-riðill: Brasilía, Marokkó
D-riðill: Bandaríkin, Ástralía
E-riðill: Þýskaland, Ekvador
F-riðill: Holland, Japan
G-riðill: Belgía, Íran
H-riðill: Spánn, Úrúgvæ
I-riðill: Frakkland, Senegal
J-riðill: Argentína, Austurríki
K-riðill: Portúgal, Kólumbía
L-riðill. England, Króatía

Eyða Breyta
18:42
Króatía með Englandi í riðli!


Eyða Breyta
18:42
Kólumbía í riðil með Argentínu


Eyða Breyta
18:41
Austurríki í riðil með heimsmeisturum Argentínu


Eyða Breyta
18:40
Frakkland og Senegal!
Það verður áhugaverður leikur.

Eyða Breyta
18:39
Spánn og Úrúgvæ saman í H-riðli


Eyða Breyta
18:38
Þýskaland og Ekvador saman í riðli
Ástralía í riðlil með Bandaríkjunum.

Eyða Breyta
18:37
Marokkó fer í C-riðil með Brasilíu


Eyða Breyta
18:37
Þá er byrjað að draga úr öðrum styrkleikaflokki
Suður-Kórea er í riðli með Mexíkó og Sviss í riðli með Kanada.

Eyða Breyta
18:32
Búið að draga úr fyrsta styrkleikaflokki
A-riðill: Mexíkó
B-riðill: Kanada
C-riðill: Brasilía
D-riðill: Bandaríkin
E-riðill: Þýskaland
F-riðill: Holland
G-riðill: Belgía
H-riðill: Spánn
I-riðill: Frakkland
J-riðill: Argentína
K-riðill: Portúgal
L-riðill. England

Eyða Breyta
18:28
Þá er drátturinn formlega hafinn
Mexíkó er í A-riðli, Kanada í B-riðli, Brasilía fer í C-riðil, Bandaríkin eru í D-riðli.

Eyða Breyta
18:24
Verið að kynna liðin úr fyrsta styrkleikaflokki
Það er búið að setja gestgjafana þrjá í riðla.

Styrkleikaflokkur 1: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin, Spánn, Argentína, Frakkland, England, Brasilía, Portúgal, Holland, Belgía, Þýskaland.

Styrkleikaflokkur 2: Króatía, Marokkó, Kólumbía, Úrúgvæ, Sviss, Japan, Senegal, Íran, Suður-Kórea, Ekvador, Austurríki, Ástralía.

Styrkleikaflokkur 3: Noregur, Panama, Egyptaland, Alsír, Skotland, Paragvæ, Túnis, Fílabeinsströndin, Úsbekistan, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Afríka.

Styrkleikaflokkur 4: Jórdanía, Grænhöfðaeyjar, Gana, Curacao, Haítí, Nýja-Sjáland, fjögur lið úr umspili UEFA, tvö lið úr alþjóðlegu umspili.

Eyða Breyta
18:20
Goðsagnirnar sem aðstoða við dráttinn mæta á svið
Tom Brady, Wayne Gretzky, Aaron Judge, Shaquille O'Neal og fleiri.

Eyða Breyta
18:16
Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja það... en ég held að drátturinn sé bráðum að fara að byrja! Lofa engu samt.

Eyða Breyta
18:15
Tölvan dregur
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, og Samantha Johnson íþróttakynnir eru mætt á svið. Þau stýra drættinum, sem er reyndar að langmestu leyti tölvustýrður.

Eyða Breyta
18:09
Bolamynd
Mynd: EPA

Giovanni Infantino forseti FIFA fékk bolamynd af sér með Donald Trump Bandaríkjaforseta, Claudia Sheinbaum forseta Mexíkó og Mark Carney forsætisráðherra Kanada. Allir vinir.

Eyða Breyta
18:02
Svo tónlistaratriði...
Við drögum bara einhvern tímann síðar. Lauryn Hill er á sviðinu.

Eyða Breyta
17:58
Hægt á þessu
Þá er skipt yfir í viðtöl í salnum... Ég hélt að þetta væri í alvöru að fara af stað. Á nú að vera með meiri reynslu en þetta.

Eyða Breyta
17:52
ÞAÐ ER BYRJAÐ AÐ HRÆRA Í POTTUNUM!
Byrjað verður að draga lið úr efsta styrkleikaflokki í riðana, svo er farið í styrkleikaflokk 2 og niður...

Eyða Breyta
17:49
Hverjir lyfta þessum verðlaunagrip 19. júlí?


Eyða Breyta
17:46


Eyða Breyta
17:45
Tíu mínútur í sjálfan dráttinn?
Ef BBC hefur rétt fyrir sér þá verður aðalréttur kvöldsins 17:55 um það bil.

Eyða Breyta
17:42
Heimurinn orðinn öruggari staður
Mynd: EPA

Trump sagði í ræðu sinni að það væri mikill heiður að fá þessi verðlaun. Heimurinn væri orðinn öruggari staður. Bandaríkin hafi ekki verið á góðum stað fyrir um ári síðan en sé heitasta land heims þessa stundina.

Mynd: EPA


Eyða Breyta
17:35
Trump fær styttu og medalíu
Infantino hleður Trump lofi fyrir vinnu sína í að stuðla að heimsfriði. Trump fær glæsilega styttu og einnig medalíu um hálsinn. Við bíðum eftir því að myndaveita okkar skili myndum. Stórkostleg stund.

Eyða Breyta
17:29
ÞAÐ ER DONALD TRUMP!
Mynd: EPA

Hlýtur þann heiður að fá sjálf friðarverðlaun FIFA. Haka í gólf!

Eyða Breyta
17:27
Friðarverðlaun FIFA eru næst á dagskrá...
Eru veitt í fyrsta sinn! Hver ætli hljóti verðlaunin frá Infantino?

Eyða Breyta
17:26
Veðurguðirnir gætu gert leikmönnum erfitt fyrir
Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, segir að hann gæti látið varamennina sína bíða inni í klefa í leikjum HM næsta sumar vegna hitans.

„Ef það hjálpar okkur í leikjum og heldur þeim í betra standi til að koma inná þá þurfum við að skoða þennan möguleika. Auðvitað vil ég að leikmenn séu þarna úti til að finna orkuna og gefa orku frá bekknum inn á völlinn," segir Tuchel.



Eyða Breyta
17:24
Leikið fyrir dansi
Robbie Williams og Nicole Scherzinger eru nú að taka lagið.

Eyða Breyta
17:22
Teknikal probblemmó
RÚV í tæknilegum örðugleikum og hefur misst sambandið við Washington. Hægt er að horfa á útsendinguna í gegnum Youtube með því að smella hérna.

Eyða Breyta
17:17
Stórorður Infantino
Infantino forseti FIFA er á sviðinu og sparar ekki STÓRU orðin. Allt er mest og best í tengslum við það heimsmeistaramót sem er framundan. Þetta verður ekki bara stærsti íþróttaviðburður sögunnar heldur einfaldlega stærsti viðburður sögunnar!

Eyða Breyta
17:15
Hvergi til sparað
Mynd: EPA

Óhætt er að segja að Bocelli hafi sett þessa athöfn af stað með bombu!

Eyða Breyta
17:11
Gæsahúðamyndband með eftirminnilegum stundum
Mynd: EPA

Það var að klárast myndband þar sem rifjuð voru upp gömul heimsmeistaramót.

Eyða Breyta
17:07
Kevin Hart og Heidi Klum mætt á svið
Kynnarnir í miklum gír, rétt eins og fólkið í salnum. Augu heimsins eru á Kennedy Centre og hér eru allir sem skipta máli!

Mynd: EPA


Eyða Breyta
17:05
Bestu vinirnir sitja að sjálfsögðu hlið við hlið
Mynd: Skjáskot/RÚV

Trump og Infantino njóta skemmtiatriða.

Eyða Breyta
17:01
Partíið er byrjað!
Sjónvarpsútsendingin er farin af stað og fyrsta tónlistaratriðið einnig. Andrea Bocelli tekur lagið. Nessun Dorma. Syngið'i með!

Mynd: EPA


Eyða Breyta
16:56
Bak við tjöldin


Eyða Breyta
16:48
Verður þetta síðasta HM hjá Messi og Ronaldo?
   17.11.2025 14:00
Ronaldo og Messi stefna á að bæta HM-met


Eyða Breyta
16:42
18 mínútur í þetta...
Spennan er að aukast á RÚV 2 þar sem drátturinn verður sýndur. Hitað er upp með því að sýna beint frá Alþingi okkar Íslendinga en þar eru heitar umræður og atkvæðagreiðslur um fjárlögin.

Eyða Breyta
16:24
Salurinn svona líka huggulegur
Mynd: EPA

Okkur var að berast þessi mynd af salnum í Kennedy Center í Washington. Hérna verður mesta stuðið þennan föstudaginn.

Eyða Breyta
16:21
Leiðtogarnir viðstaddir
Mynd: EPA

Eins og fjallað hefur verið rækilega um þá verður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðstaddur dráttinn. Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og Mark Carney forsætisráðherra Kanada eru líka á staðnum.

Eyða Breyta
16:17
Hvenær hefst sjálfur drátturinn?
Ég sé að kollegar okkar hjá BBC telja að byrjað verði að draga um 17:55. Tæpum klukkutíma eftir að athöfnin sjálf mun hefjast.

Eyða Breyta
16:00
Lukkudýrin eru mætt


Eyða Breyta
15:54
Nýliðarnir á HM
Mynd: EPA

Grænhöfðaeyjar, Curacao, Jórdanía og Úsbekistan munu taka í fyrsta sinn þátt í HM. Möguleiki er á því að fleiri nýliðar bætist við eftir umspilið í mars.

Ísland er ekki lengur fámennasta þjóð sem hefur komist á HM því eyríkið Curacao í Karíbahafi hefur slegið það met. Nánar hér:

   19.11.2025 09:20
Ísland ekki lengur fámennasta HM þjóðin


Eyða Breyta
15:33
Keppnisborgirnar
Fyrsti leikur mótsins verður í Mexíkó 11. júní en úrslitaleikurinn verður spilaður 19. júlí á MetLife Stadium í New Jersey.

Mynd: Daily Mail

   05.03.2025 10:34
Hálfleikssýning að hætti Ofurskálarinnar á úrslitaleik HM


Eyða Breyta
15:14
Mögulegur dauðariðill
Mynd: EPA

Í tilefni af drættinum setti Guardian til gamans saman mögulegan dauðariðil sem gæti mögulega komið upp í drættinum á föstudag.

Mögulegur dauðariðill: Argentína, Marokkó, Ítalía og Noregur.

Þetta eru liðin sem eru í 1. sæti, 11. sæti, 12. sæti og 29. sæti á heimslista FIFA. Argentína er ríkjandi heimsmeistari og Marokkó efst Afríkulanda á listanum.

Noregur er neðst þessara liða á styrkleikalistanum en vann alla átta leiki sína í undankeppninni og skoraði 37 mörk.

Ítalía hefur ekki tryggt sér sæti á mótinu og verður í neðsta styrkleikaflokki ef það tekst þar sem liðið er á leið í umspil í mars. Þar þarf Ítalía að vinna Norður-Írland og sigurvegarann úr leik Wales og Bosníu til að komast á mótið.

Eyða Breyta
15:11
Stjörnufans
Ofurmódelið Heidi Klum, grínarinn Kevin Hart og leikarinn Danny Ramirez eru kynnar á athöfninni. Rio Ferdinand og Samantha Johnson stýra drættinum en þeim til aðstoðar verða Tom Brady, Wayne Gretzky, Aaron Judge, Shaquille O'Neal og fleiri.



Eyða Breyta
15:08
Tónlistaratriði úr efstu hillum
Mynd: EPA

Bandaríska diskógrúppan Village People og breska ofurstjarnan Robbie Williams eru meðal listamanna sem koma fram á athöfninni á eftir.

Village People mun flytja sitt goðsagnakennda lag 'YMCA' sem kom út 1978 en hefur undanfarin ár verið áberandi í kosningabaráttum Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Ítalski tenórinn Andrea Bocelli og Nicole Scherzinger fyrrum söngkona Pussycat Dolls eru einnig meðal listamanna sem munu koma fram.

Eyða Breyta
15:02
Trump verður í sviðsljósinu
Mynd: EPA

Athöfnin fer fram rétt hjá Hvíta húsinu, í Kennedy Center í Washington. Það er alveg ljóst að Donald Trump Bandaríkjaforseti verður mikið í sviðsljósinu.

Friðarverðlaun FIFA verða veitt í fyrsta sinn en fastlega er búist við því að Trump hljóti verðlaunin frá Gianni Infantino, forseta FIFA. Fjölmiðlar telja að Infantino hafi reyndar búið til þessi verðlaun til að geta gefið Trump vini sínum þau.

Infantino hefur sagt að Trump eigi skilið að fá friðarverðlaun Nóbels fyrir sína vinnu við að koma á friði við botn Miðjarðarhafsins.

Trump og Infantino eru orðnir mjög nánir vinir og hafa verið saman við ýmis tilefni, þar á meðal á viðburðum sem tengjast fótbolta ekki á nokkurn hátt.

Mynd: EPA


Eyða Breyta
14:54
Riðlarnir klárir í dag en leiktímarnir á morgun
Þátttökuliðin munu komast að því í drættinum á eftir hvernig riðlarnir verða skipaðir en munu þurfa að bíða í sólarhring eftir því að vita leiktímana og keppnisstaði.

Untantekningar eru riðlar A (Mexíkó), B (Kanada) og D (Bandaríkin) þar sem keppnisstaðir eru ákveðnir, en þó ekki leiktímarnir.

Eyða Breyta
14:50
Hvernig eru styrkleikaflokkarnir í drættinum?
Styrkleikaflokkur 1: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin, Spánn, Argentína, Frakkland, England, Brasilía, Portúgal, Holland, Belgía, Þýskaland.

Styrkleikaflokkur 2: Króatía, Marokkó, Kólumbía, Úrúgvæ, Sviss, Japan, Senegal, Íran, Suður-Kórea, Ekvador, Austurríki, Ástralía.

Styrkleikaflokkur 3: Noregur, Panama, Egyptaland, Alsír, Skotland, Paragvæ, Túnis, Fílabeinsströndin, Úsbekistan, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Afríka.

Styrkleikaflokkur 4: Jórdanía, Grænhöfðaeyjar, Gana, Curacao, Haítí, Nýja-Sjáland, fjögur lið úr umspili UEFA, tvö lið úr alþjóðlegu umspili.

Eyða Breyta
14:48
Hvaða lið mætast í umspilinu?
Því miður náði Ísland ekki umspilssæti og verður því ekki með á þessu magnaða móti sem haldið verður á næsta ári.

Í umspilinu í Evrópu mun sigurvegarinn úr leik Wales og Bosníu mæta sigurvegaranum úr leik Ítalíu og Norður-Írlands um sæti á HM; sigurvegarinn úr Úkraína - Svíþjóð mætir sigurvegaranum úr Pólland Albanía; sigurvegarinn úr Slóvakía - Kósovó mun mæta sigurvegaranum úr Tyrkland - Rúmenía og sigurvegaerinn úr Tékkland - Írland mun mæta sigurvegaranum úr Danmörk - Norður-Makedónía.

Í alþjóðlega umspilinu, sem fram fer í Mexíkó, mun Nýja-Kaledónía mæta Jamaíku í leik um að spila úrslitaleik gegn Kongó. Sigurvegarinn úr Bólivía - Súrínam mun keppa við Írak um sæti á HM. Umspilsleikirnir eru allir stakir.

Umspilið fer fram í mars.

Mynd: EPA

HM boltinn heitir Trionda
Boltinn ber nafnið Trionda og er það tilvísun til þess að keppnin er leikin í þremur löndum (TRI) og er einnig tilvísun í "bylgjuna" frægu (ONDA) sem sást fyrst á stórmóti í fótbolta á HM í Mexíkó 1986 og er stundum kölluð "mexíkóska bylgjan".

Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda mótið næsta sumar en Bandaríkin verða með 78 af 104 leikjum, þar á meðal úrslitaleikinn.

Eyða Breyta
14:45
42 þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM
Mynd: EPA


Það verða 48 þátttökulið á mótinu og þeim skipt í fjóra styrkleikaflokka með tólf liðum hver.

Gestgjafarnir Bandaríkin, Kanada og Mexíkó verða í fyrsta styrkleikaflokki ásamt níu efstu liðum á FIFA styrkleikalistanum. Riðlarnir tólf verða skipaðir einu liði úr hverjum styrkleikaflokki.

Það eru enn sex laus sæti á mótinu en þau ráðast í gegnum umspil í mars. Liðin sem vinna umspilið fara í fjórða styrkleikaflokk svo Ítalía verður í neðsta styrkleikaflokki komist liðið á mótið.

Mest geta verið tvær Evrópuþjóðir í sama riðli og að auki munu fjögur efstu lið FFIA listans; Spánn Argentína, Frakkland og England, ekki geta mæst fyrr en í undanúrslitum í fyrsta lagi ef þau vinna riðlana sína.

Eyða Breyta
14:27
Góðan og gleðilegan daginn!
Velkomin með okkur í beina textalýsingu þar sem við fylgjumst með því þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2026. Keppnin verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.

Athöfnin hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma en miðað við dagskrána, verðlaunaafhendingu og tónlistaratriði er alveg ljóst að athöfnin mun taka sinn tíma. Reiknað er með að hún muni standa til 18:30 um það bil.

Fyrir þau ykkar sem viljið horfa á útsendinguna þá verður drátturinn sýndur beint á RÚV 2

Mynd: EPA


Hér munum við hita upp áður en fjörið hefst!

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner