Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. janúar 2022 09:54
Elvar Geir Magnússon
Covid ringulreið á Ítalíu - Lið ætla að mæta og fara fram á 3-0 sigur
Eljif Elmas, leikmaður Napoli, með grímu.
Eljif Elmas, leikmaður Napoli, með grímu.
Mynd: EPA
Í dag er frídagur á Ítalíu og það átti að vera heil umferð í A-deildinni. Hinsvegar er ljóst að Bologna, Torino, Salernitana og Udinese geta ekki spilað vegna Covid vandamála.

Leikjunum hefur þó ekki verið formlega frestað og ætla andstæðingar þessara liða að mæta í leikina og fara fram á að vera dæmdir 3-0 sigur.

Fordæmi eru fyrir því að það sé gert í ítalska boltanum en Juventus var dæmt 3-0 sigur gegn Napoli á síðasta tímabili þar sem Napoli gat ekki mætt vegna Covid vandamála. Napoli áfrýjaði hinsvegar niðurstöðunni og vann málið, leikurinn var á endanum spilaður.

Fjórir leikir sem áttu að fara fram í dag verða ekki spilaðir en þeim hefur þó ekki verið frestað af ítölsku deildinni. Leikmönnum Bologna, Torino, Salernitana og Udinese hefur verið skipað í sóttkví í fimm daga vegna smita innan leikmannahópa þeirra.

Mismunandi reglur eru eftir svæðum á Ítalíu. Þannig fékk Hellas Verona grænt ljós á að ferðast til Spezia þrátt fyrir að átta aðilar í þeirra herbúðum hafi greinst með veiruna.

Bologna-Inter, Atalanta-Torino, Salernitana-Venezia og Fiorentina-Udinese fara ekki fram í dag. Lið Inter, Atalanta, Venezia og Fiorentina ætla hinsvegar að mæta í leikina og hita upp eins og ekkert hafi í skorist. Samkvæmt reglum ættu liðunum að vera dæmdur sigur ef andstæðingurinn er ekki mættur eftir 45 mínútur.

Félögin eru þó meðvituð um að Napoli vann áfrýjun sína 2020 og leikurinn gegn Juventus var á endanum látinn fara fram síðar á tímabilinu.

Juventus og Napoli eru einmitt að fara að mætast í kvöld. Lið Napoli er vængbrotið, það kom til Tórínó í gær en heilbrigðisyfirvöld skipuðu þremur leikmönnum liðsins í sóttkví þar sem þeir höfðu verið í nálægð við liðsfélaga sem eru smitaðir af Covid.

Leikirnir sem munu fara fram í dag:
11:30 Sampdoria - Cagliari
13:30 Lazio - Empoli
13:30 Spezia - Verona
15:30 Sassuolo - Genoa
17:30 Milan - Roma
19:45 Juventus - Napoli
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner