PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Savinho er betri en Grealish á öllum sviðum
Mynd: EPA
Pep Guardiola gagnrýndi Jack Grealish harkalega eftir leik liðsins gegn West Ham um helgina.

City vann leikinn 4-1 en Savinho lagði upp þrjú mörk. Savinho hefur verið í byrjunarliðinu að undanförnu á kostnað Grealish sem hefur aðeins lagt upp eitt mark á tímabilinu en það er rúmt ár síðan hann skoraði síðast.

„Ég barðist mikið fyrir Grealish, hvatti hann mikið áfram. Ég veit hvað hann getur, ég vil sjá það á hverri æfingu og í hverjum leik, annars spilar Savinho," sagði Guardiola.

„Telur einhver að Savinho eigi ekki skilið að spila? Nei. Hann á það skilið. Þess vegna spila ég honum því hann framleiðir eitthvað. Hann er í betra standi og betri á öllum svið en Jack og þess vegna spilar hann. Vil ég fá þann Jack sem vann þrennuna? Já, ég vil hann. En ég reyni að vera hreinskilinn við sjálfan mig hvað það varðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner