Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hundrað milljóna punda maðurinn skoraði ekki eitt mark á árinu
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: EPA
Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, fór í gegnum árið 2024 án þess að skora eitt einasta mark fyrir félagið sitt.

Grealish, sem er 29 ára, skoraði síðast mark fyrir City í jafntefli gegn Crystal Palace í desember 2023.

Hann spilaði 45 leiki á árinu sem er að líða en skoraði ekki eitt einasta mark. Á yfirstandandi tímabili hefur hann komið við sögu í 18 leikjum, skorað ekkert og lagt upp tvö mörk.

Grealish var góður tímabilið sem Man City vann þrennuna en hefur annars ekki gert neitt frábæra hluti og erfitt að segja að hann hafi staðið undir verðmiðanum.

Hann var keyptur til City frá Aston Villa sumarið 2021 fyrir 100 milljónir punda.
Athugasemdir
banner