Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 06. febrúar 2019 23:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Norrköping: Ísak er stórkostlegur leikmaður
Ísak í leik með Norrköping.
Ísak í leik með Norrköping.
Mynd: Norrköping
Ísak Bergmann og Oliver.
Ísak Bergmann og Oliver.
Mynd: Heimasíða ÍA
Ísak Bergmann Jóhannesson og Alfons Sampsted voru í byrjunarliði sænska liðsins Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli gegn portúgalska liðinu SC Farense á æfingamóti í Portúgal í dag. Norrköping tapaði 4-2 í vítaspyrnukeppni.

Oliver Stefánsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Guðmundur Þórarinsson var allan tímann á bekknum.

Ísak Bergmann og Oliver sömdu við Norrköping í desember, en þeir eru frændur af Akranesi. Ísak er fæddur 2003 og Oliver 2002.

Ísak, sem er aðeins 15 ára, spilaði allan leikinn fyrir Norrköping í dag og það er eins og gefur að skilja mjög merkilegt. Það er ekki á hverjum degi þar sem 15 ára pjakkar fá að spila með aðalliði félags eins og Norrköping, sem er eitt stærsta félag Svíþjóðar.

Ísak uppskar hrós frá þjálfara Norrköping, Jens Gustafsson, eftir leikinn.

„Hann er stórkostlegur leikmaður," sagði Gustafsson um Ísak, sem er sonur Jóhannes Karls Guðjónssonar, fyrrum landsliðsmanns og núverandi þjálfara ÍA.

„Hann er 15 ára og er að spila eins og hann gerir. Það er frábært að vinna með svona leikmanni."

Gustafsson útilokar ekki að Ísak muni spila með aðalliði Norrköping á komandi tímabili í Svíþjóð. Hann segir að Ísak þurfi að styrkja sig líkamlega, sem er ekki skrítið þar sem hann er aðeins 15 ára.

Það verður spennandi að fylgjast með Ísaki og Oliver hjá Norrköping, en þeir stefna eflaust báðir á það að feta í fótspor Arnórs Sigurðssonar sem var einnig fenginn yfir í sænska boltann frá ÍA.

Arnór er í dag A-landsliðsmaður og leikmaður CSKA Moskvu sem keypti hann af Norrköping fyrir metfé.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner