Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Dragan hæstánægður: Akkúrat það sem við vorum búnir að æfa alla vikuna
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic.
Dragan Stojanovic.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Marki fagnað gegn ÍBV.
Marki fagnað gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Abdul á skotskónum.
Abdul á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ágætis mæting á völlinn.
Ágætis mæting á völlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr leiknum á laugardag.
Úr leiknum á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta er mjög sterk byrjun fyrir okkur," sagði Dragan Kristinn Stojanovic við Fótbolta.net í dag.

Dragan er þjálfari Dalvíkur/Reynis sem vann sterkan 3-1 sigur á ÍBV í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar. D/R var spáð falli úr deildinni og ÍBV var í Bestu deildinni í fyrra. D/R er með þessum tveggja marka sigri á toppi deildarinnar.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 3 -  1 ÍBV

„Ég er ánægðastur með það hvernig við spiluðum leikinn og hvernig leikurinn þróaðist. Þetta var akkúrat það sem við vorum búnir að æfa alla vikuna fyrir leik og ræða um. Allt það sem við höfðum rætt um gerðist í leiknum sem er mjög ánægjulegt og flott," sagði Dragan.

Var eitthvað sérstakt sem þið vildum stoppa hjá ÍBV?

„Þetta er mjög gott lið, mjög flottir ungir íslenskir strákar í liðinu. Þeir erum eð flott bakvarðapar sem er sóknarlega mjög gott. Fremsta línan er líka mjög góð. Það var ekki eitthvað 1-2 sem við vildum stoppa, það þurfti að stoppa allt ÍBV liðið sem er mjög flott og með mjög flottan þjálfara líka. Sigurinn gerir fyrir vikið ennþá meira fyrir okkur."

Komu strákarnir þínir þér á óvart með frammistöðunni?

„Þetta er búinn að vera svolítið erfiður vetur fyrir okkur, það hefur vantað mjög marga. Það eru margir í skóla í Reykjavík og erlendu leikmennirnir byrjuðu að koma eftir mars. Við sóttum leikmenn sem okkur finnst geta styrkt liðið og þetta eru góðir leikmenn."

„Frammistaðan kom mér sem þjálfara ekki á óvart. Við erum með þokkalegt lið."


Dragan var mjög ánægður með stemninguna á vellinum.

„Það var frábær stemning, mjög góð. Við eigum frábæra stuðningsmenn og það er almennt góð stemning í bænum. Þetta endaði mjög vel síðasta sumar og stemningin er áfram góð á vellinum núna."

Abdeen Abdul skoraði tvö mörk fyrir D/R í leiknum. Hversu góður er hann?

„Hann er góður leikmaður og hefur allt sem góður framherji þarf að hafa. Hann er með góðan hraða, góður skallamaður og ég bjóst alltaf við því að hann yrði betri og betri frá því hann kom. Hann er ekki búinn að spila leik í nokkra mánuði áður en hann kom til okkar en spilar svo mjög vel strax í fyrsta leik í mótinu."

Abdul er Íri með nígerískan ríkisborgararét. Hann lék síðast með liði Penang í Malasíu.

Mæta næst Njarðvík
Næsti leikur D/R verður gegn Njarðvík.

„Mér líst mjög vel á næsta leik, förum til Njarðvíkur. Þetta er hörkulið, búnir að sína það strax í fyrstu umferð með því að vinna Leikni á útivelli sem er mjög sterkur sigur. Ég held að þetta er svipað lið og okkar lið, með mjög góða einstaklinga inni í liðinu. Þjálfarinn er góður og þetta verður hörkuleikur sem mér líst mjög vel á."

Eru Dalvíkingar með eitthvað annað markmið inni í hópnum en að halda sætinu í deildinni?

„Nei, við höfum gefið okkar markmið opinberlega út. Við erum nýliðar í deildinni og það er stórt bil á milli 2. deildar og Lengjudeildar. Okkur langar að festa okkar lið í Lengjudeildinni. Markmiðið er því fyrst og fremst að halda okkur í deildinni í ár," sagði Dragan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner