Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 06. ágúst 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: 433.is 
Óhugnanlegt atvik í Kópavogi - Lá óvígur eftir að hafa fengið bolta í hausinn
Tómas Meyer
Tómas Meyer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla í gær en Tómas Meyer, dómari leiksins, lá óvígur eftir að hafa fengið bolta í hausinn í miðjum leik. Þetta kemur fram í frétt 433.is.

Atvikið átti sér stað á 50. mínútu en hann fékk boltann í höfuð sitt eftir aukaspyrnu af stuttu færi og lá hann eftir á vellinum.

Leikmenn voru farnir að undirbúa endurlífgun á Tómasi áður en hann rankaði loks við sér og fór að anda sjálfur, en sjúkrabíll var kallaður til.

Tómas er með bestu dómurum í neðri deildunum á Íslandi og getið sér gott orð og hefur þá starfað í fjölmiðlum um árabil, meðal annars fyrir Fótbolta.net.

Hann var fluttur með sjúkrabíl af vellinum í Fagralundi og kemur fram í frétt 433.is að hann dvelur nú á spítala þar sem fylgst er með líðan hans.

KH vann leikinn, 2-1, en aðstoðardómarinn tók við flautunni og var þá ungur leikmaður Breiðabliks fenginn til að vera á línunni.

Við á Fótbolta.net óskum Tómasi skjóts bata!
Athugasemdir
banner
banner
banner