„Jújú. Þetta var bara nokkuð fagmannleg frammistaða fannst mér. Fylkisliðið mjög sprækt, þeir eru með ótrúlega skemmtilega uppspils hugmyndafræði og erfðir. Þeir teymdu okkur stundum alveg vel út úr stöðum. En mér fannst eins og varnarlínan okkar vera ótrúlega vel fókuseruð" sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks sem skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum i góðum 3 - 0 sigri á Fylki.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Fylkir
Ég á eftir að sjá það aftur (fyrra vítið) en mér fannst Ísak vera að taka sér stöðu. Ég veit ekkert hvort að þeir voru að kalla eftir rangstöðu, ég sé það ekki, er ekki í stöðu til að sjá það. Ísak er bara sterkur strákur að taka sér stöðu og er að skýla boltanum og sparkað undir hann.
Þetta eru orðnir svo margir leikir á milli þannig að það er bara gamla góða, taka einn leik í einu og reyna að einblína á okkur. Mér finnst við bestir þar. Þar sem við erum ekkert að hugsa of langt fram í tímann eða pæla ekkert of mikið í hvað önnur lið eru að tikka inn mörgum stigum.
Nánar er rætt við Höskuld hér að ofan.