Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Lúmskur púki í hlédræga Dananum - „Besti leikmaður sem spilað hefur fyrir Val"
Skoraði fyrsta markið í fyrsta leiknum sínum með Val, 7. ágúst 2013, og sló metið í 206. leiknum þann 5. ágúst 2025.
Skoraði fyrsta markið í fyrsta leiknum sínum með Val, 7. ágúst 2013, og sló metið í 206. leiknum þann 5. ágúst 2025.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Og svo fór boltinn yfir Beiti.
Og svo fór boltinn yfir Beiti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég gleymi aldrei fyrstu æfingunni eftir að hann kom 2013, ég sá strax hvað í hann var spunnið'
'Ég gleymi aldrei fyrstu æfingunni eftir að hann kom 2013, ég sá strax hvað í hann var spunnið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er draumaliðsfélagi, geggjaður náungi, innan sem utan vallar'
'Þetta er draumaliðsfélagi, geggjaður náungi, innan sem utan vallar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann virkar alltaf svo rólegur, kemur vel fyrir og stundum rennur ekki í honum blóðið, en á æfingum og í leikjum getur hann alveg tryllst'
'Hann virkar alltaf svo rólegur, kemur vel fyrir og stundum rennur ekki í honum blóðið, en á æfingum og í leikjum getur hann alveg tryllst'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég veit ekki hversu oft hann hefur bjargað okkur þegar við erum í veseni'
'Ég veit ekki hversu oft hann hefur bjargað okkur þegar við erum í veseni'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen varð í gær markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar þegar hann skoraði gegn ÍA. Hann lét sér ekki nægja að skora eitt, heldur setti hann bæði mörk Vals í leiknum. Hann hefur nú skorað 133 mörk í 206 leikjum í efstu deild.

Sigurður Egill Lárusson er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki með danska framherjanum á ferlinum. Samkvæmt Transfermarkt hafa þeir spilað 225 leiki saman. Fótbolti.net ræddi við Sigga um Danann.

Alltof góður til að vera hérna
„Ég gleymi aldrei fyrstu æfingunni eftir að hann kom 2013, ég sá strax hvað í hann var spunnið. Slúttin hans, það var allt inni. Það sem mest hefur breyst frá því að hann kom fyrst er að hann er orðinn sterkari og betri í því að fá boltann í lappir. Þetta er besti leikmaður sem ég hef spilað með," segir Siggi.

Þegar þú talar um slúttin, hugsaðir þú hvað þessi gaur væri að gera í Val?

„Já. Ég held að ætlunin hjá honum hafi verið að koma á láni í eitt sumar. Mér fannst hann alltof góður til að vera hérna. Hann reyndi fyrir sér úti, en kom alltaf aftur heim í Val. Ég skil ekki hvað hann er búinn að vera lengi hérna á Íslandi, mér finnst hann alltof góður, hálf ótrúlegt." Pedersen var seldur bæði til Viking í Noregi og Sheriff Tiraspol, en kom í bæði skiptin aftur í Val.

Er það ekki bara af því þú ert svona skemmtilegur? „Það getur verið sko."

Drauma liðsfélagi
En hvernig er hann sem liðfélagi?

„Þetta er drauma liðsfélagi, geggjaður náungi, innan sem utan vallar. Hann er alltaf í góðu skapi, fyndinn og skemmtilegur. Heilsteyptur gæi, aldrei neitt vesen á honum, æfir ofboðslega vel. Hann er þvílíkur atvinnumaður."

„Ég held það sé alveg 100% að hann sé sá leikmaður sem ég hef oftast lagt upp á, held ég sé búinn að leggja upp ófá mörk fyrir hann. Það er mjög auðvelt að finna þennan gæja inn á teignum, boltinn sogast einhvern veginn alltaf í átt til hans."


Í Valsklefanum, hefur þetta met eitthvað verið rætt í aðdraganda metsins?

„Hann hefur ekkert verið að tala um það, það eru frekar aðrir í klefanum sem hafa potað þessu í hann. En hvernig hann hefur æft í vetur, þá var greinilegt að hann var „man on a mission"."

Móttakan og vippan í Vesturbænum
Siggi var spurður út í eftirminnilegt mark sem Pedersen skoraði og það fyrsta sem kom upp var fyrra mark Danans í 4-5 sigri á KR í Vesturbænum 2020. Lasse Petry átti þá stungusendingu inn fyrir vörn KR, Pedersen tók frábærlega á móti boltanum og skoraði með laglegri vippu yfir Beiti Ólafsson. Markið má sjá eftir mínútu í spilaranum hér að neðan.

„Ég gleymi aldrei markinu á KR-vellinum, hann fær sendingu inn fyrir og vippar yfir markmann KR. Þetta var erfið sending, snertir boltann og vippar svo yfir Beiti í fyrsta. Það er fyrsta markið sem kemur upp í kollinn, en þau eru orðin alltof mörg mörk... Þetta er einhver besti slúttari sem ég hef séð."

„Hann spilar alla leiki, ég man bara ekki eftir því að hann hafi verið meiddur í langan tíma. Hann hugsar svo vel um sig, er algjör atvinnumaður, og þvílíkur toppgaur."


Ef þú hefðir ímyndað þér fyrst þegar hann kom að hann myndi spila í 10 tímabil á Íslandi, er auðvelt að hugsa til baka og hugsa fyrir sér að hann yrði sá markahæsti?

„Bara 100%, ég eiginlega næ því ekki hvað hann hefur verið lengi hérna á Íslandi. Hann hefur alveg getuna til að spila á hærra getustigi, en þvílíkur fengur fyrir okkur að hafa verið með hann allan þennan tíma. Við höfum unnið fullt af titlum með honum."

Hlédrægur en á það til að vera skapstór
Hvernig týpa er Patrick? Hann virkar hlédrægur á mann, en dettur hann alveg í grínistann líka?

„Hann er hlédrægur, en þegar maður nær honum þá er hann helvíti fyndinn og skemmtilegur. Þetta er lúmskur gæi, menn halda að hann sé alveg hlédrægur; kemur vel fyrir, en svo er alveg púki í honum inni í klefa og þegar liðið gerir eitthvað skemmtilegt. Lúmskur púki í honum."

„Ég man ekki eftir neinu sérstöku atviki. Hann á það alveg til að vera helvíti skapstór, þegar það fer eitthvað í taugarnar á honum þá getur hann alveg „snappað". Hann virkar alltaf svo rólegur, kemur vel fyrir og stundum rennur ekki í honum blóðið, en á æfingum og í leikjum getur hann alveg tryllst,"
segir Siggi á léttu nótunum.

„Vit ekki hversu oft hann hefur bjargað okkur"
„Titlarnir standa upp úr á þessum tíma með Patrick. Alltaf þegar við þurfum mark og erum í veseni, þá poppar hann upp með sigurmark eða bjargar okkur einhvern veginn. Ég veit ekki hversu oft hann hefur bjargað okkur þegar við erum í veseni."

„Það er allavega mitt mat"
Það hafa fullt af goðsögnum spilað með Val. Er einhver umræða um hvar hann stendur á meðal bestu leikmanna í sögu félagsins?

„Fyrir mitt leyti, ég er búinn að vera í Val í 13 ár, þetta er örugglega besti leikmaður í sögu félagsins. Þetta er allavega besti leikmaður sem ég hef spilað með og ég trúi ekki öðru en að þetta sé besti leikmaður sem spilað hefur fyrir Val. Ég er kannski ekki alveg hlutdrægur, en það er allavega mitt mat," segir Siggi.
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Athugasemdir
banner
banner