Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
   þri 06. september 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tryggvi Hrafn með beinbjúg í rist
Tryggvi hefur skorað sjö mörk í átján deildarleikjum í sumar.
Tryggvi hefur skorað sjö mörk í átján deildarleikjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson var ekki í leikmannahópi Vals í gær þar sem hann er með beinbjúg í rist.

Við fljótlega leit á veraldarvefnum má finna upplýsingar um beinbjúg sem einnig má kalla beinmar. Það eru meðsli sem geta varað frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuði. Þau meiðsli geta komið upp á beinum sem liggja grunnt eins og t.d. í ristinni og ökklanum.

Tryggvi þarf að hvíla því það er stutt frá þessum meiðslum í það hreinlega að brjóta bein í ristinni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er vonast til þess að Tryggvi snúi aftur seinna í þessum mánuði en síðasti leikur í tvöföldu umferð deildarinnar fer fram 17. september. Það er því ólíklegt að Tryggvi spili aftur með fyrr en í úrslitakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner