Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 06. september 2024 21:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Mjög góð tilfinning að vinna hérna heima. Minn fyrsti leikur á þessum velli þannig þetta var bara geggjað." Sagði Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld. 

Íslenska liðið var síðasta liðið til að ná inn sigri Þjóðardeildinni. 

„Já það var bara eins og það var. Man ekki það mikið eftir síðustu Þjóðardeild ef ég á að vera hreinskilin. Gott að byrja á sigri í riðlinum og síðan bara Tyrkland á mánudaginn." 

Það er skammt stórra högga á milli fyrir Íslenska landsliðið en þeir fá ekki mikla hvíld fyrir næsta leik en þeir mæta Tyrkjum á mánudaginn.

„Það er bara flug á morgun og reyna að gera það besta úr stöðunni. Æfa á sunnudag og svo bara leikur á mánudag." 

Mikið hefur verið rætt um innkomu Sölva Geirs Ottesen inn í þjálfarateymið en hann sér um föst leikatriði ásamt öðru hjá liðinu.

„Þetta er beint af æfingarsvæðinu. Hann má eiga það. Mjög vel gert hjá okkur og honum og við þurfum bara að halda því áfram að verjast aðmennilega og sækja aðmennilega í föstum leikatriðum." 

Nánar er rætt við Hákon Rafn Valdimarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner