Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fös 06. september 2024 21:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Mjög góð tilfinning að vinna hérna heima. Minn fyrsti leikur á þessum velli þannig þetta var bara geggjað." Sagði Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld. 

Íslenska liðið var síðasta liðið til að ná inn sigri Þjóðardeildinni. 

„Já það var bara eins og það var. Man ekki það mikið eftir síðustu Þjóðardeild ef ég á að vera hreinskilin. Gott að byrja á sigri í riðlinum og síðan bara Tyrkland á mánudaginn." 

Það er skammt stórra högga á milli fyrir Íslenska landsliðið en þeir fá ekki mikla hvíld fyrir næsta leik en þeir mæta Tyrkjum á mánudaginn.

„Það er bara flug á morgun og reyna að gera það besta úr stöðunni. Æfa á sunnudag og svo bara leikur á mánudag." 

Mikið hefur verið rætt um innkomu Sölva Geirs Ottesen inn í þjálfarateymið en hann sér um föst leikatriði ásamt öðru hjá liðinu.

„Þetta er beint af æfingarsvæðinu. Hann má eiga það. Mjög vel gert hjá okkur og honum og við þurfum bara að halda því áfram að verjast aðmennilega og sækja aðmennilega í föstum leikatriðum." 

Nánar er rætt við Hákon Rafn Valdimarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner