Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 06. september 2024 21:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Mjög góð tilfinning að vinna hérna heima. Minn fyrsti leikur á þessum velli þannig þetta var bara geggjað." Sagði Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld. 

Íslenska liðið var síðasta liðið til að ná inn sigri Þjóðardeildinni. 

„Já það var bara eins og það var. Man ekki það mikið eftir síðustu Þjóðardeild ef ég á að vera hreinskilin. Gott að byrja á sigri í riðlinum og síðan bara Tyrkland á mánudaginn." 

Það er skammt stórra högga á milli fyrir Íslenska landsliðið en þeir fá ekki mikla hvíld fyrir næsta leik en þeir mæta Tyrkjum á mánudaginn.

„Það er bara flug á morgun og reyna að gera það besta úr stöðunni. Æfa á sunnudag og svo bara leikur á mánudag." 

Mikið hefur verið rætt um innkomu Sölva Geirs Ottesen inn í þjálfarateymið en hann sér um föst leikatriði ásamt öðru hjá liðinu.

„Þetta er beint af æfingarsvæðinu. Hann má eiga það. Mjög vel gert hjá okkur og honum og við þurfum bara að halda því áfram að verjast aðmennilega og sækja aðmennilega í föstum leikatriðum." 

Nánar er rætt við Hákon Rafn Valdimarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner