Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 06. september 2024 21:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Mjög góð tilfinning að vinna hérna heima. Minn fyrsti leikur á þessum velli þannig þetta var bara geggjað." Sagði Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld. 

Íslenska liðið var síðasta liðið til að ná inn sigri Þjóðardeildinni. 

„Já það var bara eins og það var. Man ekki það mikið eftir síðustu Þjóðardeild ef ég á að vera hreinskilin. Gott að byrja á sigri í riðlinum og síðan bara Tyrkland á mánudaginn." 

Það er skammt stórra högga á milli fyrir Íslenska landsliðið en þeir fá ekki mikla hvíld fyrir næsta leik en þeir mæta Tyrkjum á mánudaginn.

„Það er bara flug á morgun og reyna að gera það besta úr stöðunni. Æfa á sunnudag og svo bara leikur á mánudag." 

Mikið hefur verið rætt um innkomu Sölva Geirs Ottesen inn í þjálfarateymið en hann sér um föst leikatriði ásamt öðru hjá liðinu.

„Þetta er beint af æfingarsvæðinu. Hann má eiga það. Mjög vel gert hjá okkur og honum og við þurfum bara að halda því áfram að verjast aðmennilega og sækja aðmennilega í föstum leikatriðum." 

Nánar er rætt við Hákon Rafn Valdimarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner