Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fim 06. október 2022 12:34
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir vongóðir um að klófesta Lopetegui
Forráðamenn Wolves eru vongóðir um að ráða Julen Lopetegui sem nýjan stjóra, eftir að spænski stjórinn var rekinn frá Sevilla.

Úlfarnir eru í stjóraleit eftir að Bruno Lage var rekinn og forráðamenn félagsins hafa lengi horft til Lopetegui sem er fyrrum landsliðsþjálfari Spánar og fyrrum stjóri Real Madrid.

Lopetegui er 56 ára og var rekinn frá Sevilla í gær, eftir 4-1 tap gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni.

Wolves hyggst fara í alvarlegar viðræður við Lopetegui á næstu dögum. Hann var fyrsti kostur eigenda félagsins þegar þeir tóku yfir 2016 en hann samdi þá við spænska fótboltasambandið.

Nuno Espírito Santo var þá ráðinn og kom liðinu upp í Championship-deildina og endaði svo með liðinu í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Lopetegui, Nuno og Lage eru allir á snærum ofurumboðsmannsins Jorge Mendes sem hefur mikil áhrif á Wolves. Fjölmargir leikmenn félagsins eru bundnir umboðsskrifstofu hans.

Úlfarnir eru í fallsæti eftir 2-0 tap gegn West Ham í síðustu umferð. Liðið heimsækir Chelsea á laugardaginn. Steve Davis og James Collins, sem starfa við þjálfun yngri leikmanna, stýra Úlfunum í þeim leik en þeir hafa stýrt æfingum í vikunni. Úlfarnir hafa unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað þrjú mörk.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner