mið 06. nóvember 2019 18:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörvar um þjálfaramál Stjörnunnar: Ábyggilega það bilaðasta sem ég hef kynnst í fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan réði í dag Ólaf Jóhannesson sem þjálfara með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin tímabil.

Báðir verða þeir titlaðir aðalþjálfarar liðsins. Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, heyrði af fréttunum og tjáði sína skoðun á málinu í innslagi á Facebook síðu Dr. Football.

„Ég kemst svo að því að að Stjarnan er búin að ráð Óla Jó sem aðstoðarþjálfara - Þetta er ábyggilega það bilaðasta sem ég hef kynnst í fótbolta."

„Óli Jó er líklega sigursælasti þjálfari Íslands frá upphafi og hann er enginn aðstoðarþjálfari."


Hjörvar bar þetta svo saman við ef Real Madrid myndi fá Jose Mourinho til að stýra liðinu með Zinedine Zidane.

„Það má setja þetta þannig upp að þó að það gangi illa hjá Real Madrid í dag þá er Florentino Perez (forseti félagsins) ekki að fara að sækja Jose Mourinho til að vera með Zinedine Zidane, því annað hvort stjórnar Zidane liðinu eða Mourinho"

„Hvað gerist ef það fer að ganga illa, rekur þá Rúnar Páll Óla Jó? Mögulega. Rekur Stjarnan Rúnar Pál og ræður Óla Jó?"


„Þetta er svo ótrúleg þvæla að ég er orðin spenntur fyrir þessu. Ég átta mig ekki á því hvernig svona getur virkað," sagði Hjörvar í innslaginu sem má heyra hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner