Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mið 06. nóvember 2019 15:33
Magnús Már Einarsson
Rúnar Páll: Þú býður ekki Óla Jó að vera aðstoðarþjálfari
Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi í dag.
Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig vantaði mann við hliðina á mér. Þú getur farið nokkrar leiðir í þessu. Mér datt Óla allt í einu í hug. Þú býður ekki Óla Jó að vera aðstoðarþjálfarinn þinn. Þú býður honum að koma í þjálfarateymið og þjálfa með þér," sagði Rúnar Páll Sigmundsson í dag eftir að tilkynnt var að Ólafur Jóhannesson muni þjálfa liðið ásamt honum.

Rúnar Páll er að fara inn í sitt sjöunda tímabil sem þjálfari og var í leit að aðstoðarþjálfara. Á endanum ákvað hann að fá Ólaf sér við hlið og verða þeir saman aðalþjálfarar.

„Við erum báðir mjög öflugir karakterar og öflugir þjálfarar. Við höfum ólíka sýn á það hvernig fótbolta við viljum spila og sú blanda gæti verið mjög öflug fyrir okkur."

„Þetta er ekki vanaleg leið að gera þetta svona en ég tel að það sé best fyirr okkar frábæra félag að fá Óla inn í okkar teymi fyrst hann er á lausu. Það er galið að svona maður sé ekki kominn með starf."

Rúnar Páll segist hafa átt sjálfur hugmyndina að því að fá Ólaf til starfa.

„Hún kemur frá mér. Ég ræð þjálfarana sem ég starfa með en ekki félagið. Félagið gengur síðan frá samningum," sagði Rúnar en hvað gerist ef upp koma ágreiningsmál?

„Við ræðum það eins og fullorðnir menn. VIð þurfum ekki alltaf að vera sammála. Það er hollt og gott að hafa ágreining og það er ekki endilega gott að vera með já menn þér við hlið. Við ræðum það og síðan komumst við að niðurstöðu. Það er eins og á öllum öðrum vinnustöðum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner