Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 06. nóvember 2019 15:33
Magnús Már Einarsson
Rúnar Páll: Þú býður ekki Óla Jó að vera aðstoðarþjálfari
Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi í dag.
Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig vantaði mann við hliðina á mér. Þú getur farið nokkrar leiðir í þessu. Mér datt Óla allt í einu í hug. Þú býður ekki Óla Jó að vera aðstoðarþjálfarinn þinn. Þú býður honum að koma í þjálfarateymið og þjálfa með þér," sagði Rúnar Páll Sigmundsson í dag eftir að tilkynnt var að Ólafur Jóhannesson muni þjálfa liðið ásamt honum.

Rúnar Páll er að fara inn í sitt sjöunda tímabil sem þjálfari og var í leit að aðstoðarþjálfara. Á endanum ákvað hann að fá Ólaf sér við hlið og verða þeir saman aðalþjálfarar.

„Við erum báðir mjög öflugir karakterar og öflugir þjálfarar. Við höfum ólíka sýn á það hvernig fótbolta við viljum spila og sú blanda gæti verið mjög öflug fyrir okkur."

„Þetta er ekki vanaleg leið að gera þetta svona en ég tel að það sé best fyirr okkar frábæra félag að fá Óla inn í okkar teymi fyrst hann er á lausu. Það er galið að svona maður sé ekki kominn með starf."

Rúnar Páll segist hafa átt sjálfur hugmyndina að því að fá Ólaf til starfa.

„Hún kemur frá mér. Ég ræð þjálfarana sem ég starfa með en ekki félagið. Félagið gengur síðan frá samningum," sagði Rúnar en hvað gerist ef upp koma ágreiningsmál?

„Við ræðum það eins og fullorðnir menn. VIð þurfum ekki alltaf að vera sammála. Það er hollt og gott að hafa ágreining og það er ekki endilega gott að vera með já menn þér við hlið. Við ræðum það og síðan komumst við að niðurstöðu. Það er eins og á öllum öðrum vinnustöðum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner