Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 06. nóvember 2019 15:33
Magnús Már Einarsson
Rúnar Páll: Þú býður ekki Óla Jó að vera aðstoðarþjálfari
Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi í dag.
Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig vantaði mann við hliðina á mér. Þú getur farið nokkrar leiðir í þessu. Mér datt Óla allt í einu í hug. Þú býður ekki Óla Jó að vera aðstoðarþjálfarinn þinn. Þú býður honum að koma í þjálfarateymið og þjálfa með þér," sagði Rúnar Páll Sigmundsson í dag eftir að tilkynnt var að Ólafur Jóhannesson muni þjálfa liðið ásamt honum.

Rúnar Páll er að fara inn í sitt sjöunda tímabil sem þjálfari og var í leit að aðstoðarþjálfara. Á endanum ákvað hann að fá Ólaf sér við hlið og verða þeir saman aðalþjálfarar.

„Við erum báðir mjög öflugir karakterar og öflugir þjálfarar. Við höfum ólíka sýn á það hvernig fótbolta við viljum spila og sú blanda gæti verið mjög öflug fyrir okkur."

„Þetta er ekki vanaleg leið að gera þetta svona en ég tel að það sé best fyirr okkar frábæra félag að fá Óla inn í okkar teymi fyrst hann er á lausu. Það er galið að svona maður sé ekki kominn með starf."

Rúnar Páll segist hafa átt sjálfur hugmyndina að því að fá Ólaf til starfa.

„Hún kemur frá mér. Ég ræð þjálfarana sem ég starfa með en ekki félagið. Félagið gengur síðan frá samningum," sagði Rúnar en hvað gerist ef upp koma ágreiningsmál?

„Við ræðum það eins og fullorðnir menn. VIð þurfum ekki alltaf að vera sammála. Það er hollt og gott að hafa ágreining og það er ekki endilega gott að vera með já menn þér við hlið. Við ræðum það og síðan komumst við að niðurstöðu. Það er eins og á öllum öðrum vinnustöðum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir