Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mið 06. desember 2023 11:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Danmerkur: Það eru engin orð til að lýsa þessu
Stine Ballisager, fyrirliði Danmerkur.
Stine Ballisager, fyrirliði Danmerkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tárin streymdu niður kinnar leikmanna Danmerkur eftir 0-1 tap gegn Íslandi í gær.

Ísland gerði sér lítið fyrir og skellti Danmörku á útivelli í Viborg. Danir voru sigurvissir fyrir leikinn og buðu upp á flugeldasýningu inn á vellinum áður en hann hófst.

Þýskaland og Danmörk voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Þjóðverjar voru klaufar gegn Wales. Niðurstaðan þar var jafntefli og náði Wales í sitt fyrsta stig í riðlinum.

Þýskaland skildi þannig hurðina eftir opna fyrir Danmörku. Þær þurftu bara að vinna Ísland, en það tókst ekki. Ísland vann 1-0 sigur og eyðilagði Ólympíudraum Dana í leiðinni. Í dönskum fjölmiðlum er talað um „fíaskó" og að leikmenn Danmerkur hafi verið sér til skammar.

„Þetta er tómleikatilfinning. Við vissum að við þyrftum að gera okkar til að eiga möguleika en það tókst ekki. Þetta er mjög þungt að takast á við," sagði Stine Ballisager, fyrirliði Danmerkur, eftir leikinn.

„Það eru engin orð til að lýsa þessu. Það er hræðilegt þegar þú ert í ágætis möguleika á að afreka stóran draum, en þú nærð því ekki. Vonbrigðin eru risastór."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner