Afturelding kynnir í dag fjóra leikmenn á fréttamannafundi sem haldinn er í Hlégarði í Mosfellsbæ. Leikmennirnir sem um ræðir eru Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson.
Axel Óskar (1998) er uppalinn hjá Aftureldingi og hélt til Englands eftir að hafa spilað með liðinu í 2. deild fyrir áratug síðan. Hann sneri aftur til Íslands síðasta vetur og samdi við KR. Miðvörðurinn rifti samningi sínum við KR í síðasta mánuði.
Axel Óskar (1998) er uppalinn hjá Aftureldingi og hélt til Englands eftir að hafa spilað með liðinu í 2. deild fyrir áratug síðan. Hann sneri aftur til Íslands síðasta vetur og samdi við KR. Miðvörðurinn rifti samningi sínum við KR í síðasta mánuði.
Yngri bróðir Axels, Jökull (2001), lék með Aftureldingu á láni seinni hluta tímabilsins í ár og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Bestu deildinni. Markvörðurinn rifti samningi sínum við Reading í síðasta mánuði og semur við uppeldisfélagið.
Oliver Sigurjónsson (1995) kemur frá Breiðabliki þar sem hann var ekki sáttur við spiltímann á nýliðnu tímabli. Oliver, sem er djúpur miðjumaður, hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari á sínum ferli. Hann var með lausan samning.
Þórður Gunnar (2001) er kantmaður sem hefur leikið með Fylki síðustu fimm tímabil og var samningslaus. Hann er uppalinn hjá Vestra og er nú kominn í Mosfellsbæinn.
Ægir Jarl Jónasson, leikmaður AB í Danmörku og góðvinur Axels Óskars, er einnig mættur i Hlégarð. Hann er þó ekki mættur til að skrifa undir.
Afturelding komst upp í Bestu deildina í haust eftir að hafa unnið umspilið í Lengjudeildinni.
Athugasemdir