Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   lau 06. desember 2025 23:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikir: Fjölnir lagði HK og ÍR vann Hlynsleikinn
Viktor Andri skoraði tvö gegn HK.
Viktor Andri skoraði tvö gegn HK.
Mynd: Fjölnir
Úr Egilshöllinni í dag.
Úr Egilshöllinni í dag.
Mynd: ÍR
2. deildar lið Fjölnis sótti Kórinn heim í dag og vann 1-3 sigur á heimamönnum, Lengjudeildarliði HK.

Viktor Andri Hafþórsson skoraði tvennu fyrir Fjölni í leiknum og Einar Örn Harðarsson skoraði eitt. Það var Fjölnismaðurinn Dagur Ingi Axelsson sem skoraði fyrir HK en hann fór í HK frá Fjölni fyrir tímabilið 2025.

Byrjunarlið HK
Ólafur Örn; Dagur Ingi, Haukur Leifur, Þorsteinn Aron, Aron Kristófer; Brynjar Snær, Magnús Arnar, Tumi, Karl Ágúst, Arnþór Ari; Dominik Radic.

Byrjunarlið Fjölnis
Snorri; Birgir, Vilhjálmur, Helgi Snær, Einar Örn; Mikael Breki, Orri, Árni Steinn, Rafael Máni, Bjarni Hafstein; Viktor Andri.

Í Egilshöll fór fram hinn árlegi Hlynsleikur til minningar um Hlyn Þór Sigurðsson. ÍR vann 2-1 sigur á grönnum sínum í Leikni. Mörk ÍR gerður þeir Bergvin Fannar Helgason og Sigurður Orri Ingimarsson en mark Leiknis skoraði Skhelzen Veseli.

Að leik loknum afhentu foreldrar Hlyns, Sigurður og Aðalheiður, þjálfurum liðanna ferðastyrk úr minningarsjóð Hlyns sem fer beint í félögin.

Kvennalið Aftureldingar vann 2-0 sigur á Ými þar sem Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir (2010) skoraði bæði mörkin í sínum fyrsta leik fyrir Aftureldingu. Kvennalið Fram og ÍA gerðu þá markalaust jafntefli í Úlfarsárdalnum.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner